Flytur lag Bonnie Tyler sem 19 þekktar söngdívur Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. ágúst 2013 19:21 Hin ótrúlega Christina Bianco, eftirherma og grínisti, hefur vakið mikla athygli á veraldarvefnum undanfarna daga þar sem henni tekst að syngja lag Bonnie Tyler "Total Eclipse of the Heart" í líki nítján mismunandi söngkvenna. Nú þegar hafa nærri 2 milljónir manna horft á myndbandið á Youtube. Christina flutti lagið síðastliðna helgi á staðnum 54 í New York. Hún hefur flutninginn á hinni bresku Adele en auk hennar stíga á svið Alanis Morrissette, Kristin Chenoweth, Celine Dion og 15 fleiri söngdívur túlkaðar af Bianco. Lagið ættu allir að þekkja enda hefur það verið spilað ótal sinnum síðan það kom út árið 1983. Það er þekktasta lag söngkonunnar Bonnie Tyler og komst til að mynda á toppinn í Bandaríkjunum, Suður-Afríku, Ástralíu og Bretlandi. Söngkonan Kelly Clarkson, hljómsveitin Metallica og One Direction hafa öll flutt lagið í nýrri útgáfu en enginn hefur áður sungið lagið, sem er rúmar 6 mínútur, og hermt í leiðinni eftir þekktustu söngkonum heims. Fagnaðarlætin leyna sér ekki á myndbandinu en hvernig henni tekst upp, um það verða lesendur að dæma en flutninginn má sjá hér að ofan. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hin ótrúlega Christina Bianco, eftirherma og grínisti, hefur vakið mikla athygli á veraldarvefnum undanfarna daga þar sem henni tekst að syngja lag Bonnie Tyler "Total Eclipse of the Heart" í líki nítján mismunandi söngkvenna. Nú þegar hafa nærri 2 milljónir manna horft á myndbandið á Youtube. Christina flutti lagið síðastliðna helgi á staðnum 54 í New York. Hún hefur flutninginn á hinni bresku Adele en auk hennar stíga á svið Alanis Morrissette, Kristin Chenoweth, Celine Dion og 15 fleiri söngdívur túlkaðar af Bianco. Lagið ættu allir að þekkja enda hefur það verið spilað ótal sinnum síðan það kom út árið 1983. Það er þekktasta lag söngkonunnar Bonnie Tyler og komst til að mynda á toppinn í Bandaríkjunum, Suður-Afríku, Ástralíu og Bretlandi. Söngkonan Kelly Clarkson, hljómsveitin Metallica og One Direction hafa öll flutt lagið í nýrri útgáfu en enginn hefur áður sungið lagið, sem er rúmar 6 mínútur, og hermt í leiðinni eftir þekktustu söngkonum heims. Fagnaðarlætin leyna sér ekki á myndbandinu en hvernig henni tekst upp, um það verða lesendur að dæma en flutninginn má sjá hér að ofan.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira