Sundkappinn Hjörtur Már Ingvarsson varð sjöundi í 200 metra skriðsundi í flokki S5 á heimsmeistaramóti fatlaðra í gær en mótið fer fram í Montreal í Kanada.
Hjörtur bætti sitt eigið Íslandsmet umtalsvert eða um tæplega sex sekúndur. Fyrra met drengsins var 3.16,33 mínútur en hann kom í mark á tímanum 3.10,84 mínútum í gær.
Ótrúlegt sund hjá Hirti og greinilega einn af okkar bestu sundmönnum í greininni.
