Siggi Hallvarðs gengur úr Hveragerði til Reykjavíkur 27. ágúst 2013 11:30 Sigurður Hallvarðsson, fyrrum leikmaður Þróttar, mun á föstudaginn ganga frá Hveragerði að Ljósinu á Langholtsvegi. Með göngunni vill hann veita Ljósinu stuðning og endurgjalda samtökunum þakklæti sitt. Ganga Sigurðar hefst á föstudagsmorgun klukkan 6 við bensínstöð Orkunnar í Hveragerði. Allir eru velkomnir að slást í för með Sigurði og sýna stuðning sinn í verki. Hægt er að leggja söfnunni lið með því að hringja í eftirfarandi símanúmer. 901-5011 = 1.000,- 901-5013 = 3.000,- 901-5015 = 5.000,- Einnig er hægt að leggja inn frjáls framlög á reikning göngunnar 0513-26-50050 kt. 590406-074Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Ljóssins. Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson tók hús á Sigurði á dögunum. Þá ritaði Sigurður pistil á dögunum sem sjá má hér að neðan. Pistill SigurðarSigurður Helgi Hallvarðsson heiti ég og er heilakrabbameinssjúklingur. Ég greindist með æxli apríl 2004 þannig að ég hafði fengið flog heima og var settur í rannsókn í kjölfarið. Flogalyf tóku svo við en ákveðið var að gera ekkert þar sem grunur var að þetta væri bara æxli af annarri gráðu. Stigin er fjögur og saklaus kallast þau ef þau eru á fysta stigi og jafnvel öðru stigi. Ný tæki komu til landsins í janúar 2005 og var mér skellt þar inn til að greina frekar. Þá fékk ég greininguna að grunur væri að um þriðja stig væri að ræða og fyrsti uppskurður var gerður í mars 2005. 1 æxli fjarlægt. Geislameðferð í kjölfarið. 2007 var annar uppskurður gerður en þá var komið annað æxli í aðgerðarholuna og það var tekið. Lyfjameðferð í kjölfarið. 2009 var þriðji uppskurðurinn og þá var æxli vaxið inn af því fyrsta en þarna 2005 lagði doksinn bara ekki í að fara svona innarlega í heilann og er ég mjög svo þakklátur fyrir það því þarna kom að því að heppnin var ekki með mér því núna lamaðist ég í kjölfarið vinstra megin í líkamanum og við tók stíf endurhæfing á Grensás og lyfjameðferð svona samhliða því. 2011 var fjórða aðgerðin gerð þá var eitt enn furðuverkið vaxið þar sem engin heilavefur var til að nærast á en samt gat það komið sér þarna fyrir. Jafnað mig fljótt og engin meðferð! 2012 fimmta aðgerðin og nú voru það tvö æxli sem voru búin að koma sér makindalega fyrir. Lyfjameðferð í kjölfarið! 2013 sjötta aðgerðin og doktorarnir ekki alveg sammála um hvort aðgerð ætti að vera gerð eður ei en ég vildi aðgerð svo það var gert. 4 æxli sem sáust á mynd og 3 af þeim voru fjarlægð en eitt var það innarlega að það var látið vera. 2013 mai fór ég í myndartöku og nú logaði heilinn af mér af mörgum illkvittnum æxlum sem sendu þau skilaboð um að ekkert væri hægt að gera og eftir ráðleggingar hjá Doksanum þá hafnaði ég lyfjameðferð en geislameðferð var ekki í boði þar sem heilinn hefði steikst allur með æxlaskömmunum. Sumarið hefur verið gott, ekki mikið um verki eða önnur óþægindi nema að daparar hugsanir koma upp við og við en stór og mikil fjölskylda og enn stærri fótboltafjölskylda standa við bakið á mér þannig að ég ákveð að lifa lífinu þar til annað kemur í ljós en minn tími er lítill eftir hér jörð! En hann ætla ég að nota. Ljósið hefur gert margt og mikið fyrir mig og í það fyrsta hefur það verið staður þar sem ég get alltaf litið við og alltaf einhver sem vill tala við mig og það er visst öryggi að hafa festu í lífinu og það hefur Ljósið verið fyrir mig og marga marga aðra. Ég vil á einhvern hátt fá að endurgjalda Ljósinu þakklæti mitt og gera það sem í mínu valdi stendur til að starfsemin þar fái að ganga áfram og fleiri fái að njóta stuðningsins sem þau þarna öll bjóða upp á. Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Sigurður Hallvarðsson, fyrrum leikmaður Þróttar, mun á föstudaginn ganga frá Hveragerði að Ljósinu á Langholtsvegi. Með göngunni vill hann veita Ljósinu stuðning og endurgjalda samtökunum þakklæti sitt. Ganga Sigurðar hefst á föstudagsmorgun klukkan 6 við bensínstöð Orkunnar í Hveragerði. Allir eru velkomnir að slást í för með Sigurði og sýna stuðning sinn í verki. Hægt er að leggja söfnunni lið með því að hringja í eftirfarandi símanúmer. 901-5011 = 1.000,- 901-5013 = 3.000,- 901-5015 = 5.000,- Einnig er hægt að leggja inn frjáls framlög á reikning göngunnar 0513-26-50050 kt. 590406-074Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Ljóssins. Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson tók hús á Sigurði á dögunum. Þá ritaði Sigurður pistil á dögunum sem sjá má hér að neðan. Pistill SigurðarSigurður Helgi Hallvarðsson heiti ég og er heilakrabbameinssjúklingur. Ég greindist með æxli apríl 2004 þannig að ég hafði fengið flog heima og var settur í rannsókn í kjölfarið. Flogalyf tóku svo við en ákveðið var að gera ekkert þar sem grunur var að þetta væri bara æxli af annarri gráðu. Stigin er fjögur og saklaus kallast þau ef þau eru á fysta stigi og jafnvel öðru stigi. Ný tæki komu til landsins í janúar 2005 og var mér skellt þar inn til að greina frekar. Þá fékk ég greininguna að grunur væri að um þriðja stig væri að ræða og fyrsti uppskurður var gerður í mars 2005. 1 æxli fjarlægt. Geislameðferð í kjölfarið. 2007 var annar uppskurður gerður en þá var komið annað æxli í aðgerðarholuna og það var tekið. Lyfjameðferð í kjölfarið. 2009 var þriðji uppskurðurinn og þá var æxli vaxið inn af því fyrsta en þarna 2005 lagði doksinn bara ekki í að fara svona innarlega í heilann og er ég mjög svo þakklátur fyrir það því þarna kom að því að heppnin var ekki með mér því núna lamaðist ég í kjölfarið vinstra megin í líkamanum og við tók stíf endurhæfing á Grensás og lyfjameðferð svona samhliða því. 2011 var fjórða aðgerðin gerð þá var eitt enn furðuverkið vaxið þar sem engin heilavefur var til að nærast á en samt gat það komið sér þarna fyrir. Jafnað mig fljótt og engin meðferð! 2012 fimmta aðgerðin og nú voru það tvö æxli sem voru búin að koma sér makindalega fyrir. Lyfjameðferð í kjölfarið! 2013 sjötta aðgerðin og doktorarnir ekki alveg sammála um hvort aðgerð ætti að vera gerð eður ei en ég vildi aðgerð svo það var gert. 4 æxli sem sáust á mynd og 3 af þeim voru fjarlægð en eitt var það innarlega að það var látið vera. 2013 mai fór ég í myndartöku og nú logaði heilinn af mér af mörgum illkvittnum æxlum sem sendu þau skilaboð um að ekkert væri hægt að gera og eftir ráðleggingar hjá Doksanum þá hafnaði ég lyfjameðferð en geislameðferð var ekki í boði þar sem heilinn hefði steikst allur með æxlaskömmunum. Sumarið hefur verið gott, ekki mikið um verki eða önnur óþægindi nema að daparar hugsanir koma upp við og við en stór og mikil fjölskylda og enn stærri fótboltafjölskylda standa við bakið á mér þannig að ég ákveð að lifa lífinu þar til annað kemur í ljós en minn tími er lítill eftir hér jörð! En hann ætla ég að nota. Ljósið hefur gert margt og mikið fyrir mig og í það fyrsta hefur það verið staður þar sem ég get alltaf litið við og alltaf einhver sem vill tala við mig og það er visst öryggi að hafa festu í lífinu og það hefur Ljósið verið fyrir mig og marga marga aðra. Ég vil á einhvern hátt fá að endurgjalda Ljósinu þakklæti mitt og gera það sem í mínu valdi stendur til að starfsemin þar fái að ganga áfram og fleiri fái að njóta stuðningsins sem þau þarna öll bjóða upp á.
Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira