Flugvöllurinn: Ríkið getur tekið sér skipulagsvald Hrund Þórsdóttir skrifar 6. september 2013 18:42 Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag hyggst Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, leggja fram frumvarp um að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá borginni til ríkisins. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir hugmyndina einungis pólitískt útspil, Höskuldur sé að stökkva á vinsældavagn. Hugmyndir sem þessar komi ítrekað upp í umdeildum skipulagsmálum. „En hvernig verður þetta eiginlega; ef skipulag í kringum Hörpu verður umdeilt, á það þá að færast til ríkisins eða í Laugardal þar sem þjóðarleikvangarnir eru?“ segir Dagur. Óformlegar viðræður borgarráðs og innanríkisráðuneytisins um að fresta hugsanlega ákvarðanatöku um flugvöllinn standa enn yfir. „En það er ekkert hægt að greina frá því á þessari stundu hvað þær fela í sér,“ segir Dagur. Keflavíkurflugvöllur hefur verið nefndur sem fordæmi fyrir færslu skipulagsvalds til ríkisins rétt eins og þjóðgarðurinn á Þingvöllum. Þá lagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fram frumvarp í vor um að Alþingisreiturinn færi undir þingið en það var lagt seint fram og vék fyrir málum sem þegar höfðu verið afgreidd í nefndum. Til greina kemur að stuðningsmenn frumvarpsins sem sitja á þingi taki það upp á þessu kjörtímabili. Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir aðspurður að ríkið geti einhliða tekið sér skipulagsvald. „Ef ríkið ákveður að taka hluta skipulagsvalds sem sveitarfélögum hefur verið fengið með lögum til sín, þá er það hægt svo lengi sem það kemur fram í skýrum lagatexta,“ segir Trausti. Stundum sé því fleygt að skipulagsvald sé hjá sveitarfélögum og við því verði ekki hróflað, en það sé rangt. „Löggjafarvaldið ræður hvar þessu er fyrir komið en svo er auðvitað mikilvægt að lög séu skynsamleg á hverjum tíma og þar reynir á pólitíska ábyrgð.“ Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Sjá meira
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag hyggst Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, leggja fram frumvarp um að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá borginni til ríkisins. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir hugmyndina einungis pólitískt útspil, Höskuldur sé að stökkva á vinsældavagn. Hugmyndir sem þessar komi ítrekað upp í umdeildum skipulagsmálum. „En hvernig verður þetta eiginlega; ef skipulag í kringum Hörpu verður umdeilt, á það þá að færast til ríkisins eða í Laugardal þar sem þjóðarleikvangarnir eru?“ segir Dagur. Óformlegar viðræður borgarráðs og innanríkisráðuneytisins um að fresta hugsanlega ákvarðanatöku um flugvöllinn standa enn yfir. „En það er ekkert hægt að greina frá því á þessari stundu hvað þær fela í sér,“ segir Dagur. Keflavíkurflugvöllur hefur verið nefndur sem fordæmi fyrir færslu skipulagsvalds til ríkisins rétt eins og þjóðgarðurinn á Þingvöllum. Þá lagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fram frumvarp í vor um að Alþingisreiturinn færi undir þingið en það var lagt seint fram og vék fyrir málum sem þegar höfðu verið afgreidd í nefndum. Til greina kemur að stuðningsmenn frumvarpsins sem sitja á þingi taki það upp á þessu kjörtímabili. Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir aðspurður að ríkið geti einhliða tekið sér skipulagsvald. „Ef ríkið ákveður að taka hluta skipulagsvalds sem sveitarfélögum hefur verið fengið með lögum til sín, þá er það hægt svo lengi sem það kemur fram í skýrum lagatexta,“ segir Trausti. Stundum sé því fleygt að skipulagsvald sé hjá sveitarfélögum og við því verði ekki hróflað, en það sé rangt. „Löggjafarvaldið ræður hvar þessu er fyrir komið en svo er auðvitað mikilvægt að lög séu skynsamleg á hverjum tíma og þar reynir á pólitíska ábyrgð.“
Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Sjá meira