Queen Tora Victoria Frosti Logason skrifar 4. september 2013 12:15 Tora Victoria er transgender manneskja sem vekur athygli hvar sem hún kemur. Hún er hann, hún er anarkisti og listmálari. Með myndlist sinni leyfir Tora sér að segja ákveðna hluti sem hún getur annars ekki sagt með orðum. Tora lýsir sér sem kynlausri. Hún hrífst ekki af því sem fólk er með utan á sér heldur miklu frekar því sem hún sér í augum fólks. Tora bendir á að þegar hvíti maðurinn kom til Ameríku fundu þeir hjá ættbálkunum, til dæmis hjá Crow ættbálknum, fólk sem sem var bæði karl og kona í einum líkama. Það var kallað á enskuTwo-Spirit eða Berdaches á þeirra lókal tungu en Winkte hjá Lakóta indíánum og Ndleehé hjá Navajo. Öll menningarsvæði hafa svona maneskjur en einungis sum samþykkja þær og leifa þeim að blómstra og jafnvel kvetja til dáða eins og með Fa'afafine hjá Márum á Nýja Sjálandi. „Ég er að leita að íslensku orði fyrir Two-Spirit og datt í hug Samsettar-Sálir því það lýsir þessu ágætlega finnst mér”. „Ég er trans og er að fókusa á Two-Spirit eða jafnvægi andstæðna í minni list.“ Tora segir fólk oft ekki skilja hvað hún er að gera. Myndefnið fjallar oft um kyn og hvað aðskilur, hvað er það sem gerir karl og konu. Hið kristilega uppeldi tengir oft slíkar umfjallanir við klám, margir geta ekki séð kynfæri á jafnhlutlægan hátt og til dæmis nef eða fingur. Tora er ekki að fókusa á klám í list sinni þó margir gætu haldið það við fyrstu sýn. Með myndum sínum spyr hún áleitna spurninga eins og hvort falleg stelpa sé ekki ennþá falleg þó hún sé með tippi. „Mér þykir það spennandi að stuða og setja allt úr samhengi þegar fegurð, það sem er kynæsandi og kvenleiki, er allt í einu alveg eins karllegt og það að bora í vegg eða skipta um dekk.“ „Með myndlistinni er ég að losa mig úr mínu eigin fangelsi,“ segir Tora og bendir á að ekki allar transmanneskjur ætli sér þá braut sem nú kallast kynleiðréttingarferli. Tora er bæði karl og kona, hún lítur á sig sem trans- eða yfir-kyn, þriðja kynið. Hún til að mynda nýtur þess að fá að vera bæði, masculine og feminine. „Af hverju þarf að leiðrétta mig? Ég er eins og ég er og það er bara allt í lagi.“ Harmageddon fór í heimsókn til Toru á dögunum. Við hrifumst af sterkri persónu hennar og áhrifamikilli nærveru. Við mælum eindregið með myndbandinu hér að ofan. Tora Victoria er með myndlistarsýningu í bígerð sem verður nánar kynnt hér á Harmageddonvefnum síðar. Hér er listræn yfirlýsing Toru Victoriu:Halló ég er To-Raég er listamaður og trans.Í minni list kalla ég á lífið; tekst á við lífið og lífið svarar til baka.Lífið, fyrir mér, spinnst um togstreytu og spennu andstæðna; kallt – heitt, nótt – dagur, plús – mínus.Ég mála mig út úr helsi hugarheims mannanna. Manna sem hafa sagt mér að ég sé svona og svona og eigi ekki að vera hinsegin. Í málverkinu gat ég fyrst fengið að vera ég; seinna málaði ég mig út í lífið.Frelsi, fyrir mér, er að vera eins og maður er.Ég var alltaf að reyna að vera eitthvað annað; ég var alltaf að þykjast, að sýnast. Passa inn í eitthvað sem ég vissi ekki hvað og var í rauninni ekki neitt – allavega ekki fyrir mig.Núna má ég vera To-Ra; samsett úr andstæðum – í jafnvægi.Ég má það núna af því að ég leifði mér það loksins: Fangelsið var helsi hugans – mínar eigin hugsanir. Núna veit ég að heil manneskja er samsett, í jafnvægi andstæðna.Ég er “Two-Spirit” tvíþætt vera; samsett úr andstæðum.Ég Jafnvægi.Ég er Trans.Ég er Listamaður.Ég er To – Ra Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Blátt áfram fá áfram að hræða börn Harmageddon „Við þurfum að kenna krökkum að taka eiturlyf með öruggum hætti“ Harmageddon Fimm bestu lögin sem stappa í mann stálinu í skammdeginu Harmageddon Sannleikurinn: Sölvi með næstum fimmtíu ketti heima hjá sér Harmageddon Tónleikar fullkomnir fyrir hösslið? Harmageddon „Úrskurður útlendingastofnunar ber einkenni rasisma“ Harmageddon Æstur öryrki kallaði þingmann Bjartrar Framtíðar nasista Harmageddon Kanye West tók 360 milljónir króna fyrir tónleika og enginn nennti að horfa Harmageddon Trommari Slipknot segist ekki hafa hætt í hljómsveitinni Harmageddon Norska krullulandsliðið hlýtur að vera ósigrandi í þessu Harmageddon
Tora Victoria er transgender manneskja sem vekur athygli hvar sem hún kemur. Hún er hann, hún er anarkisti og listmálari. Með myndlist sinni leyfir Tora sér að segja ákveðna hluti sem hún getur annars ekki sagt með orðum. Tora lýsir sér sem kynlausri. Hún hrífst ekki af því sem fólk er með utan á sér heldur miklu frekar því sem hún sér í augum fólks. Tora bendir á að þegar hvíti maðurinn kom til Ameríku fundu þeir hjá ættbálkunum, til dæmis hjá Crow ættbálknum, fólk sem sem var bæði karl og kona í einum líkama. Það var kallað á enskuTwo-Spirit eða Berdaches á þeirra lókal tungu en Winkte hjá Lakóta indíánum og Ndleehé hjá Navajo. Öll menningarsvæði hafa svona maneskjur en einungis sum samþykkja þær og leifa þeim að blómstra og jafnvel kvetja til dáða eins og með Fa'afafine hjá Márum á Nýja Sjálandi. „Ég er að leita að íslensku orði fyrir Two-Spirit og datt í hug Samsettar-Sálir því það lýsir þessu ágætlega finnst mér”. „Ég er trans og er að fókusa á Two-Spirit eða jafnvægi andstæðna í minni list.“ Tora segir fólk oft ekki skilja hvað hún er að gera. Myndefnið fjallar oft um kyn og hvað aðskilur, hvað er það sem gerir karl og konu. Hið kristilega uppeldi tengir oft slíkar umfjallanir við klám, margir geta ekki séð kynfæri á jafnhlutlægan hátt og til dæmis nef eða fingur. Tora er ekki að fókusa á klám í list sinni þó margir gætu haldið það við fyrstu sýn. Með myndum sínum spyr hún áleitna spurninga eins og hvort falleg stelpa sé ekki ennþá falleg þó hún sé með tippi. „Mér þykir það spennandi að stuða og setja allt úr samhengi þegar fegurð, það sem er kynæsandi og kvenleiki, er allt í einu alveg eins karllegt og það að bora í vegg eða skipta um dekk.“ „Með myndlistinni er ég að losa mig úr mínu eigin fangelsi,“ segir Tora og bendir á að ekki allar transmanneskjur ætli sér þá braut sem nú kallast kynleiðréttingarferli. Tora er bæði karl og kona, hún lítur á sig sem trans- eða yfir-kyn, þriðja kynið. Hún til að mynda nýtur þess að fá að vera bæði, masculine og feminine. „Af hverju þarf að leiðrétta mig? Ég er eins og ég er og það er bara allt í lagi.“ Harmageddon fór í heimsókn til Toru á dögunum. Við hrifumst af sterkri persónu hennar og áhrifamikilli nærveru. Við mælum eindregið með myndbandinu hér að ofan. Tora Victoria er með myndlistarsýningu í bígerð sem verður nánar kynnt hér á Harmageddonvefnum síðar. Hér er listræn yfirlýsing Toru Victoriu:Halló ég er To-Raég er listamaður og trans.Í minni list kalla ég á lífið; tekst á við lífið og lífið svarar til baka.Lífið, fyrir mér, spinnst um togstreytu og spennu andstæðna; kallt – heitt, nótt – dagur, plús – mínus.Ég mála mig út úr helsi hugarheims mannanna. Manna sem hafa sagt mér að ég sé svona og svona og eigi ekki að vera hinsegin. Í málverkinu gat ég fyrst fengið að vera ég; seinna málaði ég mig út í lífið.Frelsi, fyrir mér, er að vera eins og maður er.Ég var alltaf að reyna að vera eitthvað annað; ég var alltaf að þykjast, að sýnast. Passa inn í eitthvað sem ég vissi ekki hvað og var í rauninni ekki neitt – allavega ekki fyrir mig.Núna má ég vera To-Ra; samsett úr andstæðum – í jafnvægi.Ég má það núna af því að ég leifði mér það loksins: Fangelsið var helsi hugans – mínar eigin hugsanir. Núna veit ég að heil manneskja er samsett, í jafnvægi andstæðna.Ég er “Two-Spirit” tvíþætt vera; samsett úr andstæðum.Ég Jafnvægi.Ég er Trans.Ég er Listamaður.Ég er To – Ra
Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Blátt áfram fá áfram að hræða börn Harmageddon „Við þurfum að kenna krökkum að taka eiturlyf með öruggum hætti“ Harmageddon Fimm bestu lögin sem stappa í mann stálinu í skammdeginu Harmageddon Sannleikurinn: Sölvi með næstum fimmtíu ketti heima hjá sér Harmageddon Tónleikar fullkomnir fyrir hösslið? Harmageddon „Úrskurður útlendingastofnunar ber einkenni rasisma“ Harmageddon Æstur öryrki kallaði þingmann Bjartrar Framtíðar nasista Harmageddon Kanye West tók 360 milljónir króna fyrir tónleika og enginn nennti að horfa Harmageddon Trommari Slipknot segist ekki hafa hætt í hljómsveitinni Harmageddon Norska krullulandsliðið hlýtur að vera ósigrandi í þessu Harmageddon