Volkswagen Golf V6 á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2013 10:30 Volkswagen Golf R32 með 6 strokka vél. Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar voru V6 vélar fáanlegar í Volkswagen Golf og voru þær öflugustu vélar sem buðust í þessum vinsæla bíl. Nú ætlar Volkswagen að taka upp þráðinn eftir nokkurt hlé og bjóða mjög öfluga V6 vél í Golf, að því er greint er frá í bílablaðinu Autoweek. Endanleg útfærsla þessarar vélar er ekki ljós, en búist er við að hún verði á bilinu 340-450 hestöfl. Ekki þykir líklegt að í boði verði sama vél og sást í Volkswagen Golf á Wörthersee bílahátíðinni í ár, en hann var með 503 hestafla V6 vél með tveimur forþjöppum. Sá bíll skákar Audi RS4 og því þykir ekki liklegt að nýja V6 vélin verði svo öflug. Ennfremur er búist við því að nýja V6 vélin muni líka sjást í Passat, Passat CC og tilvonandi Crossblue jepplingi Volkswagen. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent
Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar voru V6 vélar fáanlegar í Volkswagen Golf og voru þær öflugustu vélar sem buðust í þessum vinsæla bíl. Nú ætlar Volkswagen að taka upp þráðinn eftir nokkurt hlé og bjóða mjög öfluga V6 vél í Golf, að því er greint er frá í bílablaðinu Autoweek. Endanleg útfærsla þessarar vélar er ekki ljós, en búist er við að hún verði á bilinu 340-450 hestöfl. Ekki þykir líklegt að í boði verði sama vél og sást í Volkswagen Golf á Wörthersee bílahátíðinni í ár, en hann var með 503 hestafla V6 vél með tveimur forþjöppum. Sá bíll skákar Audi RS4 og því þykir ekki liklegt að nýja V6 vélin verði svo öflug. Ennfremur er búist við því að nýja V6 vélin muni líka sjást í Passat, Passat CC og tilvonandi Crossblue jepplingi Volkswagen.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent