Margrét Lára: Alltaf aukaspenningur fyrir fyrsta leik í nýrri keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 12:45 Margrét Lára Viðarsdóttir. Mynd/Valli Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu verða í sviðljósinu í Laugardalnum í kvöld þegar liðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2015. Margrét Lára Viðarsdóttir er ánægð með framgöngu Freys Alexanderssonar á fyrstu æfingunum en hann mun stýra liðinu í fyrsta sinn í kvöld. „Þetta lítur mjög vel út og ég held að hann sé bara að standa sig nokkuð vel. Með nýju fólki koma alltaf nýjar áherslur en það er samt ekki verið að hrófla neitt rosalega mikið við hlutunum," segir Margrét Lára Viðarsdóttir. „Siggi (Sigurður Ragnar Eyjólfsson) gerði frábæra hluti með þetta lið og ég held að aðalmarkmiðið okkar sé að halda áfram að bæta okkur sem lið og sem einstaklingar í liðinu. Ég held að Freyr sé kominn til að aðstoða okkur með það," segir Margrét Lára. „Það er alltaf aukaspenningur fyrir fyrsta leik í nýrri keppni. Við höfum ekki náð því áður að komast á HM og það er verðugt verkefni framundan," segir Margrét Lára. Svissneska liðið vann 9-0 sigur á Serbíu um síðustu helgi og sóknarmenn liðsins eru skeinuhættir. „Þetta eru stórar tölur. Við vitum það alveg að Sviss sé með frábært lið þótt að þær hafi ekki verið á EM í sumar. Þær eru lið sem eru á mikilli uppleið. Þær eru með þýskan þjálfara sem er þekkt í þessum bransa og veit sínu viti. Þær eru rosalega flottar og þá sérstaklega framlínan hjá þeim. Þær eru með heimsklassa leikmenn í öllum þessum stöðum framarlega á vellinum," segir Margrét Lára. Margrét Lára vill sjá marga áhorfendur á leiknum í kvöld sem hefst klukkan 18.30 á Laugardalsvellinum. „Ég vona að sem flestir komi á leikinn og að allir sem ætla að mæta á karlaleikinn komi á okkar leik því þá verður fullur völlur og voðalega gaman," segir Margrét Lára. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu verða í sviðljósinu í Laugardalnum í kvöld þegar liðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2015. Margrét Lára Viðarsdóttir er ánægð með framgöngu Freys Alexanderssonar á fyrstu æfingunum en hann mun stýra liðinu í fyrsta sinn í kvöld. „Þetta lítur mjög vel út og ég held að hann sé bara að standa sig nokkuð vel. Með nýju fólki koma alltaf nýjar áherslur en það er samt ekki verið að hrófla neitt rosalega mikið við hlutunum," segir Margrét Lára Viðarsdóttir. „Siggi (Sigurður Ragnar Eyjólfsson) gerði frábæra hluti með þetta lið og ég held að aðalmarkmiðið okkar sé að halda áfram að bæta okkur sem lið og sem einstaklingar í liðinu. Ég held að Freyr sé kominn til að aðstoða okkur með það," segir Margrét Lára. „Það er alltaf aukaspenningur fyrir fyrsta leik í nýrri keppni. Við höfum ekki náð því áður að komast á HM og það er verðugt verkefni framundan," segir Margrét Lára. Svissneska liðið vann 9-0 sigur á Serbíu um síðustu helgi og sóknarmenn liðsins eru skeinuhættir. „Þetta eru stórar tölur. Við vitum það alveg að Sviss sé með frábært lið þótt að þær hafi ekki verið á EM í sumar. Þær eru lið sem eru á mikilli uppleið. Þær eru með þýskan þjálfara sem er þekkt í þessum bransa og veit sínu viti. Þær eru rosalega flottar og þá sérstaklega framlínan hjá þeim. Þær eru með heimsklassa leikmenn í öllum þessum stöðum framarlega á vellinum," segir Margrét Lára. Margrét Lára vill sjá marga áhorfendur á leiknum í kvöld sem hefst klukkan 18.30 á Laugardalsvellinum. „Ég vona að sem flestir komi á leikinn og að allir sem ætla að mæta á karlaleikinn komi á okkar leik því þá verður fullur völlur og voðalega gaman," segir Margrét Lára.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira