Land Rover hefur ekki undan Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2013 12:45 Stærri bróðirinn, Range Rover. Þeir eiga aldeilis við gott vandamál að stríða hjá Land Rover fyrirtækinu. Þar á bæ hafa menn ekki undan að smíða hinar nýju gerðir bíla sinna og til dæmis er 9 mánaða bið eftir Range Rover Sport, en aðeins minni biðröð er eftir stærri bróður hans, Range Rover, eða 6 mánuðir. Báðir eru þessir bílar af tiltölulega nýrri gerð og líkar svona vel. Þrátt fyrir að Range Rover kosti 55 milljónir í Kína er margir vel stæðir Kínverjar svo viljugir að krækja í bílinn að þeir eru tilbúnir að borga 10 milljónir króna ofan á það til að komast fremst í röðina og fá bílinn afhentan fljótt. Vandi Land Rover fyrirtækisins er það að ómögulegt er að auka framleiðsluna mikið meira en nú er því í verksmiðjunni í Solihull, þar sem bíllinn er framleiddur er unnið 24 klukkutíma sólarhringsins og erfitt að finna fleiri tíma í honum. Einnig er örðugt fyrir Land Rover að fá fleiri vélar afgreiddar í bílana því þær koma frá Ford og þar er einnig örðugt að auka framleiðslugetuna. Því sitja Land Rover menn uppi með vandamál sem erfitt er að leysa, en margur bílaframleiðandinn vildi einmitt sitja uppi með svona vandamál. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Þeir eiga aldeilis við gott vandamál að stríða hjá Land Rover fyrirtækinu. Þar á bæ hafa menn ekki undan að smíða hinar nýju gerðir bíla sinna og til dæmis er 9 mánaða bið eftir Range Rover Sport, en aðeins minni biðröð er eftir stærri bróður hans, Range Rover, eða 6 mánuðir. Báðir eru þessir bílar af tiltölulega nýrri gerð og líkar svona vel. Þrátt fyrir að Range Rover kosti 55 milljónir í Kína er margir vel stæðir Kínverjar svo viljugir að krækja í bílinn að þeir eru tilbúnir að borga 10 milljónir króna ofan á það til að komast fremst í röðina og fá bílinn afhentan fljótt. Vandi Land Rover fyrirtækisins er það að ómögulegt er að auka framleiðsluna mikið meira en nú er því í verksmiðjunni í Solihull, þar sem bíllinn er framleiddur er unnið 24 klukkutíma sólarhringsins og erfitt að finna fleiri tíma í honum. Einnig er örðugt fyrir Land Rover að fá fleiri vélar afgreiddar í bílana því þær koma frá Ford og þar er einnig örðugt að auka framleiðslugetuna. Því sitja Land Rover menn uppi með vandamál sem erfitt er að leysa, en margur bílaframleiðandinn vildi einmitt sitja uppi með svona vandamál.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent