Nýtt tónlistarmyndband frá Úlfi Freyr Bjarnason skrifar 9. október 2013 09:30 Úlfur Hansson hefur sent frá sér nýtt myndband. fréttablaðið/anton Tónlistarmaðurinn Úlfur hefur sent frá sér myndband við lagið Heaven In A Wildflower. Leikstjóri var Máni Sigfússon. Heimsfrumsýning á myndbandinu var í höndum tónlistarritsins Stereogum.com. Lagið er að finna á plötu hans, White Mountain, sem kom út í mars hjá bandaríska útgáfufyrirtækinu Western Vinyl og japanska útgáfufyrirtækinu After Hours. Síðasta myndband Úlfs og Mána vakti mikla athygli. Rúmlega 80 þúsund manns hafa séð það á Vimeo.com Úlfur hefur verið virkur í tónlistarlífi hérlendis sem og á erlendum vettvangi. Hann hóf nám við nýmiðlabraut Listaháskóla Íslands árið 2008 og hefur síðan þá gefið út tvær sólóplötur. Hann hefur einnig unnið hljóðverk fyrir innsetningar og samið tónlist fyrir kvikmyndir. Hann hlaut nýverið nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir uppfinningu sína OHM, eða segulhörpu, sem er ný tegund hljóðfæris. Úlfur fékk fyrstu verðlaun fyrir hönd RÚV á alþjóðaþingi tónskálda UNESCO fyrir lagið So Very Strange þar sem hljóðfærið kemur við sögu. Úlfur stundar nú meistaranám í raftónlist við Mills College í Kaliforníu. Máni Sigfússon stundaði nám við kvikmyndagerð í Amsterdam og fór síðan til Íslands þar sem hann kláraði B.A nám í myndlist við Listaháskóla Íslands. Hann hefur gert yfir tuttugu tónlistarmyndbönd á síðastliðnum þremur árum. Úlfur - Heaven In A Wildflower from Máni M. Sigfússon on Vimeo. Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Úlfur hefur sent frá sér myndband við lagið Heaven In A Wildflower. Leikstjóri var Máni Sigfússon. Heimsfrumsýning á myndbandinu var í höndum tónlistarritsins Stereogum.com. Lagið er að finna á plötu hans, White Mountain, sem kom út í mars hjá bandaríska útgáfufyrirtækinu Western Vinyl og japanska útgáfufyrirtækinu After Hours. Síðasta myndband Úlfs og Mána vakti mikla athygli. Rúmlega 80 þúsund manns hafa séð það á Vimeo.com Úlfur hefur verið virkur í tónlistarlífi hérlendis sem og á erlendum vettvangi. Hann hóf nám við nýmiðlabraut Listaháskóla Íslands árið 2008 og hefur síðan þá gefið út tvær sólóplötur. Hann hefur einnig unnið hljóðverk fyrir innsetningar og samið tónlist fyrir kvikmyndir. Hann hlaut nýverið nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir uppfinningu sína OHM, eða segulhörpu, sem er ný tegund hljóðfæris. Úlfur fékk fyrstu verðlaun fyrir hönd RÚV á alþjóðaþingi tónskálda UNESCO fyrir lagið So Very Strange þar sem hljóðfærið kemur við sögu. Úlfur stundar nú meistaranám í raftónlist við Mills College í Kaliforníu. Máni Sigfússon stundaði nám við kvikmyndagerð í Amsterdam og fór síðan til Íslands þar sem hann kláraði B.A nám í myndlist við Listaháskóla Íslands. Hann hefur gert yfir tuttugu tónlistarmyndbönd á síðastliðnum þremur árum. Úlfur - Heaven In A Wildflower from Máni M. Sigfússon on Vimeo.
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“