Fríða skoraði fjögur og Avaldsnes komst í bikarúrslit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2013 13:14 Fríða og Þórunn Helga áttu góðan leik í dag. Mynd/Twitter Hólmfríður Magnúsdóttir fór á kostum þegar Avaldsnes tryggði sér sæti í úrslitaleik norska bikarsins með 5-1 sigri á Vålerenga í dag. Tvö mörk Hólmfríðar á fyrstu ellefu mínútum leiksins gáfu tóninn fyrir veisluna sem framundan var. Mörkin skoraði Fríða með skotum rétt utan teigs og utarlega í teignum. Heimakonur bættu við marki fyrir hlé og leiddu í hálfleik 3-0. Fríða bætti við marki eftir mínútu leik í seinni hálfleik og innsiglaði fernu sína á 54. mínútu. Henni var svo skipt af velli á 72. mínútu við mikinn fögnuð stuðningsmanna Avaldsnes. Auk Hólmfríðar voru Guðbjörg Gunnarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir í byrjunarliði Avaldsnes. Mist Edvarsdóttir var á bekknum líkt og Sandra Sif Magnúsdóttir hjá gestunum. Leikurinn var í beinni útsendingu í norska ríkissjónvarpinu, NRK1.Fylgst var með gangi leiksins hér á Vísi.1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu. Fríða fékk þá boltann á vinstri kanti, lék inn að miðju og skaut utan teigs. Boltinn hafnaði neðst í markhorninu.2-0 Aðeins tveimur mínútum síðar var Hólmfríður aftur á ferðinni. Í þetta skiptið smellti hún boltanum efst í markhornið rétt innan teigs. Glæsilegt mark og áhorfendur á heimavelli Avaldsnes fögnuðu vel.3-0 Enn var tilefni til að fagna á 38. mínútu. Þá skoraði hin brasilíska Debinha með skalla rétt utan teigs en markvörður gestanna var kominn langt út úr marki sínu. Sú brasilíska fagnaði að sjálfsögðu með danstöktum.Hálfleikur:Staðan er 3-0. Heimakonur hafa verið miklu betri og ekkert annað í spilunum núna en að Avaldsnes fari í bikarúrslitin.4-0 Hólmfríður ætlar að halda uppteknum hætti í síðari hálfleik. Nú vann hún boltann strax eftir sextíu sekúndur í hálfleiknum. Fríða lék inn á teiginn og skaut með vinstri fæti. Skotið hafði viðkomu í varnarmanni og fór þaðan framhjá markverði gestanna.5-0 Hver haldið að hafi skorað? Nú fékk Hólmfríður sendingu inn fyrir vörn gestanna á 54. mínútu. Hólmfríður var á undan markverði Vålerenga í boltann, lék framhjá henni og sendi boltann í markið með vinstri fæti. Þvílíkur leikur hjá vinstri kantmanninum.72. mín Hólmfríði er skipt af velli við mikinn fögnuð stuðningsmanna heimaliðsins. Þvílík frammistaða hjá Rangæingnum.Leik lokið Avaldsnes vinnur 5-1 sigur og er komið í bikarúrslit. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir fór á kostum þegar Avaldsnes tryggði sér sæti í úrslitaleik norska bikarsins með 5-1 sigri á Vålerenga í dag. Tvö mörk Hólmfríðar á fyrstu ellefu mínútum leiksins gáfu tóninn fyrir veisluna sem framundan var. Mörkin skoraði Fríða með skotum rétt utan teigs og utarlega í teignum. Heimakonur bættu við marki fyrir hlé og leiddu í hálfleik 3-0. Fríða bætti við marki eftir mínútu leik í seinni hálfleik og innsiglaði fernu sína á 54. mínútu. Henni var svo skipt af velli á 72. mínútu við mikinn fögnuð stuðningsmanna Avaldsnes. Auk Hólmfríðar voru Guðbjörg Gunnarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir í byrjunarliði Avaldsnes. Mist Edvarsdóttir var á bekknum líkt og Sandra Sif Magnúsdóttir hjá gestunum. Leikurinn var í beinni útsendingu í norska ríkissjónvarpinu, NRK1.Fylgst var með gangi leiksins hér á Vísi.1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu. Fríða fékk þá boltann á vinstri kanti, lék inn að miðju og skaut utan teigs. Boltinn hafnaði neðst í markhorninu.2-0 Aðeins tveimur mínútum síðar var Hólmfríður aftur á ferðinni. Í þetta skiptið smellti hún boltanum efst í markhornið rétt innan teigs. Glæsilegt mark og áhorfendur á heimavelli Avaldsnes fögnuðu vel.3-0 Enn var tilefni til að fagna á 38. mínútu. Þá skoraði hin brasilíska Debinha með skalla rétt utan teigs en markvörður gestanna var kominn langt út úr marki sínu. Sú brasilíska fagnaði að sjálfsögðu með danstöktum.Hálfleikur:Staðan er 3-0. Heimakonur hafa verið miklu betri og ekkert annað í spilunum núna en að Avaldsnes fari í bikarúrslitin.4-0 Hólmfríður ætlar að halda uppteknum hætti í síðari hálfleik. Nú vann hún boltann strax eftir sextíu sekúndur í hálfleiknum. Fríða lék inn á teiginn og skaut með vinstri fæti. Skotið hafði viðkomu í varnarmanni og fór þaðan framhjá markverði gestanna.5-0 Hver haldið að hafi skorað? Nú fékk Hólmfríður sendingu inn fyrir vörn gestanna á 54. mínútu. Hólmfríður var á undan markverði Vålerenga í boltann, lék framhjá henni og sendi boltann í markið með vinstri fæti. Þvílíkur leikur hjá vinstri kantmanninum.72. mín Hólmfríði er skipt af velli við mikinn fögnuð stuðningsmanna heimaliðsins. Þvílík frammistaða hjá Rangæingnum.Leik lokið Avaldsnes vinnur 5-1 sigur og er komið í bikarúrslit.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira