Smábíll Mitsubishi til BNA Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2013 10:45 Litlir og kraftlausir bílar hafa ekki hingað til höfðað til Bandaríkjamanna. Þess athygliverðari er sú hugmynd Mitsubishi að reyna að selja þennan 850 kílóa bíl, sem heitir Mirage, í landi eyðsluhákanna. Á undanförnum árum hefur Bandaríkjamönnum reyndar lærst að kaupa smærri bíla, en svo er spurning hversu langt þeir eru viljugir til að ganga. Mirage er með 79 hestafla vél með 1,2 lítra sprengirými, sem flestum Bandaríkjamönnum þætti hæfilegt fyrir slátturvél og hún er aðeins þriggja strokka. Bíllinn er 11,2 sekúndur í hundraðið og ekki er víst að það líðist víða þar vestra. Það besta við þennan bíl er náttúrulega verðið, en hann mun kosta 1.585.000 krónur. Þessi bíll verður eyðslugrennsti bensínbíllinn sem boðinn er án Hybrid kerfis í Bandaríkjunum og eyðir 5,9 lítrum, sem þætti reyndar ekkert sérstakt fyrir lítinn dísilbíl. Ekki áætlar Mitsubishi að selja gríðarmarga Mirage bíla vestra, eða 7.200 á ári. Það virðist hóflegt í ljósi þess að þegar hafa verið pantaðir 6.600 bílar af bandarískum bílasölum. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent
Litlir og kraftlausir bílar hafa ekki hingað til höfðað til Bandaríkjamanna. Þess athygliverðari er sú hugmynd Mitsubishi að reyna að selja þennan 850 kílóa bíl, sem heitir Mirage, í landi eyðsluhákanna. Á undanförnum árum hefur Bandaríkjamönnum reyndar lærst að kaupa smærri bíla, en svo er spurning hversu langt þeir eru viljugir til að ganga. Mirage er með 79 hestafla vél með 1,2 lítra sprengirými, sem flestum Bandaríkjamönnum þætti hæfilegt fyrir slátturvél og hún er aðeins þriggja strokka. Bíllinn er 11,2 sekúndur í hundraðið og ekki er víst að það líðist víða þar vestra. Það besta við þennan bíl er náttúrulega verðið, en hann mun kosta 1.585.000 krónur. Þessi bíll verður eyðslugrennsti bensínbíllinn sem boðinn er án Hybrid kerfis í Bandaríkjunum og eyðir 5,9 lítrum, sem þætti reyndar ekkert sérstakt fyrir lítinn dísilbíl. Ekki áætlar Mitsubishi að selja gríðarmarga Mirage bíla vestra, eða 7.200 á ári. Það virðist hóflegt í ljósi þess að þegar hafa verið pantaðir 6.600 bílar af bandarískum bílasölum.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent