Yfirlýsing frá KSÍ: 5000 miðar voru í boði fyrir almenning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2013 12:42 Mynd/Vilhelm Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að íslensk fyrirtæki hafi sóst eftir mörg þúsund miðum á landsleik Íslands og Króatíu í umspili um laust sæti á HM í Brasilíu. Hann biðst afsökunar á því hvernig staðið var að miðasölunni. Þórir segir markmiðið með að hefja miðasöluna klukkan 4 í nótt hafa verið að tryggja jafna miðasölu fram eftir morgni. Það hafi gengið eftir til klukkan 7 þegar að 3.000 miðar seldust á um 20 mínútum. Framkvæmdastjórinn segir að Króatar hafi fengið 1.000 miða á leikinn, samstarfsaðilar KSÍ um 1.500 miða og önnur fyrirtæki, handhafar A passa, Tólfan, stuðningsmannaklúbbur landsliðsins, fjölmiðlar, leikmenn, fyrrverandi landsliðsmenn og aðrir boðsgestir um 1.500 miða samtals. „Í sölu fara því í heild um 8.000 miðar og á netið fara ríflega 5.000 miðar sem er í líkingu við venjubundna sölu þegar mótherji tekur svo marga miða,“ segir Þórir. 5.000 miðar er sá fjöldi miða sem stóð íslenskum almenningi til boða er opnað var fyrir miðasölu á Midi.is. „KSÍ vildi gefa sem flestum kost á því að kaupa miða á völlinn og var sú ákvörðun tekin að hækka ekki miðaverð þrátt fyrir að vitað væri að eftirspurn væri mjög mikil. Jafnframt var sú ákvörðun tekin að selja fyrirtækjum algjöran lágmarksfjölda miða en eftirspurn frá fyrirtækjum skipti mörgum þúsundum miða,“ segir Þórir.Hann viðurkennir ábyrgð sína í málinu. „Undirritaður tekur alfarið ábyrgð á því að miðasalan fór í gang kl. 4 í nótt en eins og áður segir var það gert í góðri trú um að með þeim hætti væri hægt að láta miðasölu ganga áfallalaust fyrir sig. Í ljósi þeirrar óánægju sem fram hefur komið er ljóst að það voru mistök og biðst ég afsökunar á því,“ skrifar framkvæmdastjórinn í yfirlýsingunni. Þá segir hann ljóst að nú þurfi að taka alvarlega umræðu um hvernig hægt sé að auka framboð á miðum á landsleiki Íslands.Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan.Þórir Hákonarson.Mynd/VilhelmVegna miðasölu á Ísland-KróatíaUppselt er á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli þann 15. nóvember nk. Mikil óánægja hefur komið fram um hvernig staðið var að miðasölu á leikinn en hún hófst kl. 4 í nótt.Ljóst hefur verið í mjög langan tíma að eftirspurn eftir miðum yrði mun meiri en framboðið og því var ákveðið í samráði við eigenda miðasölukerfis, midi.is, að reyna að tryggja með einhverjum hætti að miðasölukerfið þyldi álagið sem augljóslega gæti orðið á það ef mikill fjöldi fólks reyndi að kaupa miða á sama tíma. Hugmyndin var einfaldlega sú að reyna að tryggja jafna miðasölu fram eftir morgni og gekk það eftir þar til um kl. 7 í morgun þegar um 3.000 miðar seldust á um 20 mínútum og á þeim tíma var gríðarlegt álag á kerfinu.Mjög margir eru vonsviknir yfir því að hafa ekki náð í miða á leikinn sem eðlilegt er og deginum ljósara að Laugardalsvöllur er of lítill fyrir slíkan viðburð en reikna má með að eftirspurn eftir miðum hafi verið á bilinu 20-25 þúsund miðar. Mótherjar Íslands fá 1.000 miða á leikinn, samstarfsaðilar KSÍ um 1.500 miða og önnur fyrirtæki, handhafar A passa, Tólfan, stuðningsmannaklúbbur landsliðsins, fjölmiðlar, leikmenn, fyrrverandi landsliðsmenn og aðrir boðsgestir um 1.500 miða samtals. Í sölu fara því í heild um 8.000 miðar og á netið fara ríflega 5.000 miðar sem er í líkingu við venjubundna sölu þegar mótherji tekur svo marga miða.KSÍ vildi gefa sem flestum kost á því að kaupa miða á völlinn og var sú ákvörðun tekin að hækka ekki miðaverð þrátt fyrir að vitað væri að eftirspurn væri mjög mikil. Jafnframt var sú ákvörðun tekin að selja fyrirtækjum algjöran lágmarksfjölda miða en eftirspurn frá fyrirtækjum skipti mörgum þúsundum miða.Því miður er Laugardalsvöllur of lítill til þess að taka við viðburðum sem þessum og því miður eru margir vonsviknir sem ekki fengu miða á þennan stóra knattspyrnuviðburð. Í ljósi þessarar reynslu verður að taka alvarlega upp umræðu um að stækka Laugardalsvöll og hugsanlega hátta miðasölu með öðrum hætti, t.d. bjóða öllum sem þess óska að panta tiltekinn fjölda miða og draga einfaldlega úr öllum miðapöntunum líkt og viðgengist hefur í einhverjum tilfellum á knattspyrnuleiki erlendis. Með þeim hætti sitja allir við sama borð en það mun ekki breyta þeirri staðreynd að því miður komast færri að en vilja við núverandi aðstæður.Þrátt fyrir mikil og skiljanleg vonbrigði má það ekki skyggja á góðan árangur liðsins og þá miklu möguleika sem felast í góðum úrslitum í næstu tveimur leikjum gegn Króatíu. Ég hvet því alla til þess að fylkja sér bak liðinu og þeim sem ekki komast á völlinn að fylgjast með honum í beinni útsendingu á RÚV.Undirritaður tekur alfarið ábyrgð á því að miðasalan fór í gang kl. 4 í nótt en eins og áður segir var það gert í góðri trú um að með þeim hætti væri hægt að láta miðasölu ganga áfallalaust fyrir sig. Í ljósi þeirrar óánægju sem fram hefur komið er ljóst að það voru mistök og biðst ég afsökunar á því. Það mun þó ekki breyta megin atriði þessa máls og það er að núverandi aðstaða á Laugardalsvelli annar ekki þeirri eftirspurn sem orðin er eftir því að mæta á leiki hjá íslenska landsliðinu. Við því verður að bregðast og þrýsta á þau yfirvöld sem fara með málefni Laugardalsvallar, þjóðarleikvangs Íslands, að taka alvarlega umræðu um hvernig hægt er að auka framboð á miðum á landsleiki Íslands.Áfram Ísland!Þórir Hákonarsonframkvæmdastjóri KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir „Getum ekki boðið upp á aukasýningu eins og Björgvin Halldórsson“ Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að farið hafi verið að leiðbeiningum söluaðilans Mida.is þegar ákvörðun var tekin að setja miða á landsleik Íslands og Króatíu í sölu klukkan 4 í nótt. 29. október 2013 09:27 Twitter logar: Takk Klúðursamband Íslands Íslendingar eru ekki sáttir. Það má sjá á samskiptamiðlinum Twitter í morgun. 29. október 2013 09:30 Fékk rangar upplýsingar um hvenær miðasala hæfist "Ég hringdi í Mida.is í gær og maðurinn sagði mér að miðasala myndi byrja í fyrsta lagi klukkan 10 eða þá klukkan 12,“ segir Sigmundur Einar Jónsson, grjótharður stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. 29. október 2013 10:59 Þórir hjá KSÍ: Alltaf hætta á svartamarkaðsbraski með miða "Fyrstur kemur fyrstur fær“ gildir þegar miðasala á Króatíuleikinn hefst í dag. 29. október 2013 07:00 Miðasala á leik Íslands og Króatíu hófst í nótt Miðasala á leik Íslands og Króatíu í umspilinu um sæti á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu á næsta ári hófst rétt eftir klukkan fjögur í nótt. 29. október 2013 07:08 Næturmiðarnir komnir á Bland Miðar ganga nú þegar kaupum og sölum á leik Íslands og Króatíu. Á síðunni bland.is má sjá þó nokkrar auglýsingar þar sem óskað er eftir miðum en einnig hafa miðar verið boðnir til sölu. 29. október 2013 09:39 Brjálað að gera í símanum hjá fórnarlambi miðasöluhrekks "Ég fékk enga miða á leikinn og setti því ekki inn auglýsingu um að ég ætti miða til sölu,“ segir Stefán Þór Helgason, verkefnastjóri hjá Klak Innovit. Óprúttinn aðili auglýsti miða á leik Íslands og Krótatíu til sölu í hans nafni. 29. október 2013 11:12 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að íslensk fyrirtæki hafi sóst eftir mörg þúsund miðum á landsleik Íslands og Króatíu í umspili um laust sæti á HM í Brasilíu. Hann biðst afsökunar á því hvernig staðið var að miðasölunni. Þórir segir markmiðið með að hefja miðasöluna klukkan 4 í nótt hafa verið að tryggja jafna miðasölu fram eftir morgni. Það hafi gengið eftir til klukkan 7 þegar að 3.000 miðar seldust á um 20 mínútum. Framkvæmdastjórinn segir að Króatar hafi fengið 1.000 miða á leikinn, samstarfsaðilar KSÍ um 1.500 miða og önnur fyrirtæki, handhafar A passa, Tólfan, stuðningsmannaklúbbur landsliðsins, fjölmiðlar, leikmenn, fyrrverandi landsliðsmenn og aðrir boðsgestir um 1.500 miða samtals. „Í sölu fara því í heild um 8.000 miðar og á netið fara ríflega 5.000 miðar sem er í líkingu við venjubundna sölu þegar mótherji tekur svo marga miða,“ segir Þórir. 5.000 miðar er sá fjöldi miða sem stóð íslenskum almenningi til boða er opnað var fyrir miðasölu á Midi.is. „KSÍ vildi gefa sem flestum kost á því að kaupa miða á völlinn og var sú ákvörðun tekin að hækka ekki miðaverð þrátt fyrir að vitað væri að eftirspurn væri mjög mikil. Jafnframt var sú ákvörðun tekin að selja fyrirtækjum algjöran lágmarksfjölda miða en eftirspurn frá fyrirtækjum skipti mörgum þúsundum miða,“ segir Þórir.Hann viðurkennir ábyrgð sína í málinu. „Undirritaður tekur alfarið ábyrgð á því að miðasalan fór í gang kl. 4 í nótt en eins og áður segir var það gert í góðri trú um að með þeim hætti væri hægt að láta miðasölu ganga áfallalaust fyrir sig. Í ljósi þeirrar óánægju sem fram hefur komið er ljóst að það voru mistök og biðst ég afsökunar á því,“ skrifar framkvæmdastjórinn í yfirlýsingunni. Þá segir hann ljóst að nú þurfi að taka alvarlega umræðu um hvernig hægt sé að auka framboð á miðum á landsleiki Íslands.Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan.Þórir Hákonarson.Mynd/VilhelmVegna miðasölu á Ísland-KróatíaUppselt er á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli þann 15. nóvember nk. Mikil óánægja hefur komið fram um hvernig staðið var að miðasölu á leikinn en hún hófst kl. 4 í nótt.Ljóst hefur verið í mjög langan tíma að eftirspurn eftir miðum yrði mun meiri en framboðið og því var ákveðið í samráði við eigenda miðasölukerfis, midi.is, að reyna að tryggja með einhverjum hætti að miðasölukerfið þyldi álagið sem augljóslega gæti orðið á það ef mikill fjöldi fólks reyndi að kaupa miða á sama tíma. Hugmyndin var einfaldlega sú að reyna að tryggja jafna miðasölu fram eftir morgni og gekk það eftir þar til um kl. 7 í morgun þegar um 3.000 miðar seldust á um 20 mínútum og á þeim tíma var gríðarlegt álag á kerfinu.Mjög margir eru vonsviknir yfir því að hafa ekki náð í miða á leikinn sem eðlilegt er og deginum ljósara að Laugardalsvöllur er of lítill fyrir slíkan viðburð en reikna má með að eftirspurn eftir miðum hafi verið á bilinu 20-25 þúsund miðar. Mótherjar Íslands fá 1.000 miða á leikinn, samstarfsaðilar KSÍ um 1.500 miða og önnur fyrirtæki, handhafar A passa, Tólfan, stuðningsmannaklúbbur landsliðsins, fjölmiðlar, leikmenn, fyrrverandi landsliðsmenn og aðrir boðsgestir um 1.500 miða samtals. Í sölu fara því í heild um 8.000 miðar og á netið fara ríflega 5.000 miðar sem er í líkingu við venjubundna sölu þegar mótherji tekur svo marga miða.KSÍ vildi gefa sem flestum kost á því að kaupa miða á völlinn og var sú ákvörðun tekin að hækka ekki miðaverð þrátt fyrir að vitað væri að eftirspurn væri mjög mikil. Jafnframt var sú ákvörðun tekin að selja fyrirtækjum algjöran lágmarksfjölda miða en eftirspurn frá fyrirtækjum skipti mörgum þúsundum miða.Því miður er Laugardalsvöllur of lítill til þess að taka við viðburðum sem þessum og því miður eru margir vonsviknir sem ekki fengu miða á þennan stóra knattspyrnuviðburð. Í ljósi þessarar reynslu verður að taka alvarlega upp umræðu um að stækka Laugardalsvöll og hugsanlega hátta miðasölu með öðrum hætti, t.d. bjóða öllum sem þess óska að panta tiltekinn fjölda miða og draga einfaldlega úr öllum miðapöntunum líkt og viðgengist hefur í einhverjum tilfellum á knattspyrnuleiki erlendis. Með þeim hætti sitja allir við sama borð en það mun ekki breyta þeirri staðreynd að því miður komast færri að en vilja við núverandi aðstæður.Þrátt fyrir mikil og skiljanleg vonbrigði má það ekki skyggja á góðan árangur liðsins og þá miklu möguleika sem felast í góðum úrslitum í næstu tveimur leikjum gegn Króatíu. Ég hvet því alla til þess að fylkja sér bak liðinu og þeim sem ekki komast á völlinn að fylgjast með honum í beinni útsendingu á RÚV.Undirritaður tekur alfarið ábyrgð á því að miðasalan fór í gang kl. 4 í nótt en eins og áður segir var það gert í góðri trú um að með þeim hætti væri hægt að láta miðasölu ganga áfallalaust fyrir sig. Í ljósi þeirrar óánægju sem fram hefur komið er ljóst að það voru mistök og biðst ég afsökunar á því. Það mun þó ekki breyta megin atriði þessa máls og það er að núverandi aðstaða á Laugardalsvelli annar ekki þeirri eftirspurn sem orðin er eftir því að mæta á leiki hjá íslenska landsliðinu. Við því verður að bregðast og þrýsta á þau yfirvöld sem fara með málefni Laugardalsvallar, þjóðarleikvangs Íslands, að taka alvarlega umræðu um hvernig hægt er að auka framboð á miðum á landsleiki Íslands.Áfram Ísland!Þórir Hákonarsonframkvæmdastjóri KSÍ
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir „Getum ekki boðið upp á aukasýningu eins og Björgvin Halldórsson“ Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að farið hafi verið að leiðbeiningum söluaðilans Mida.is þegar ákvörðun var tekin að setja miða á landsleik Íslands og Króatíu í sölu klukkan 4 í nótt. 29. október 2013 09:27 Twitter logar: Takk Klúðursamband Íslands Íslendingar eru ekki sáttir. Það má sjá á samskiptamiðlinum Twitter í morgun. 29. október 2013 09:30 Fékk rangar upplýsingar um hvenær miðasala hæfist "Ég hringdi í Mida.is í gær og maðurinn sagði mér að miðasala myndi byrja í fyrsta lagi klukkan 10 eða þá klukkan 12,“ segir Sigmundur Einar Jónsson, grjótharður stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. 29. október 2013 10:59 Þórir hjá KSÍ: Alltaf hætta á svartamarkaðsbraski með miða "Fyrstur kemur fyrstur fær“ gildir þegar miðasala á Króatíuleikinn hefst í dag. 29. október 2013 07:00 Miðasala á leik Íslands og Króatíu hófst í nótt Miðasala á leik Íslands og Króatíu í umspilinu um sæti á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu á næsta ári hófst rétt eftir klukkan fjögur í nótt. 29. október 2013 07:08 Næturmiðarnir komnir á Bland Miðar ganga nú þegar kaupum og sölum á leik Íslands og Króatíu. Á síðunni bland.is má sjá þó nokkrar auglýsingar þar sem óskað er eftir miðum en einnig hafa miðar verið boðnir til sölu. 29. október 2013 09:39 Brjálað að gera í símanum hjá fórnarlambi miðasöluhrekks "Ég fékk enga miða á leikinn og setti því ekki inn auglýsingu um að ég ætti miða til sölu,“ segir Stefán Þór Helgason, verkefnastjóri hjá Klak Innovit. Óprúttinn aðili auglýsti miða á leik Íslands og Krótatíu til sölu í hans nafni. 29. október 2013 11:12 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
„Getum ekki boðið upp á aukasýningu eins og Björgvin Halldórsson“ Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að farið hafi verið að leiðbeiningum söluaðilans Mida.is þegar ákvörðun var tekin að setja miða á landsleik Íslands og Króatíu í sölu klukkan 4 í nótt. 29. október 2013 09:27
Twitter logar: Takk Klúðursamband Íslands Íslendingar eru ekki sáttir. Það má sjá á samskiptamiðlinum Twitter í morgun. 29. október 2013 09:30
Fékk rangar upplýsingar um hvenær miðasala hæfist "Ég hringdi í Mida.is í gær og maðurinn sagði mér að miðasala myndi byrja í fyrsta lagi klukkan 10 eða þá klukkan 12,“ segir Sigmundur Einar Jónsson, grjótharður stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. 29. október 2013 10:59
Þórir hjá KSÍ: Alltaf hætta á svartamarkaðsbraski með miða "Fyrstur kemur fyrstur fær“ gildir þegar miðasala á Króatíuleikinn hefst í dag. 29. október 2013 07:00
Miðasala á leik Íslands og Króatíu hófst í nótt Miðasala á leik Íslands og Króatíu í umspilinu um sæti á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu á næsta ári hófst rétt eftir klukkan fjögur í nótt. 29. október 2013 07:08
Næturmiðarnir komnir á Bland Miðar ganga nú þegar kaupum og sölum á leik Íslands og Króatíu. Á síðunni bland.is má sjá þó nokkrar auglýsingar þar sem óskað er eftir miðum en einnig hafa miðar verið boðnir til sölu. 29. október 2013 09:39
Brjálað að gera í símanum hjá fórnarlambi miðasöluhrekks "Ég fékk enga miða á leikinn og setti því ekki inn auglýsingu um að ég ætti miða til sölu,“ segir Stefán Þór Helgason, verkefnastjóri hjá Klak Innovit. Óprúttinn aðili auglýsti miða á leik Íslands og Krótatíu til sölu í hans nafni. 29. október 2013 11:12