Nýtt lag frá Lay Low 29. október 2013 10:29 Lay Low Fréttablaðið/Stefán Tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, hefur sent frá sér nýtt lag. Lagið heitir Gently og er fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu tónlistarkonunar sem kemur út 15. nóvember næstkomandi. Lay Low hefur unnið að upptökum og upptökustjórn sjálf en fékk breska upptökustjórann Ian Grimble til að vinna að hljóðblöndun plötunnar. Ian þessi hefur starfað með listamönnum á borð við Daughter, Beth Orton, Manic Street Preachers og Travis. Fyrsta smáskífulagið, Gently, gefur tóninn fyrir nýju plötuna en hún ber nafnið Talking About the Weather og inniheldur 11 lög. Talking About the Weather verður fjórða breiðskífa Lay Low en hún hefur áður sent frá sér Please Don't Hate Me, Farewell Good Night’s Sleep og nú síðast Brostinn Streng árið 2011. Lay Low sendi reyndar frá sér tónleikaplötu fyrr á árinu frá tónleikum sem hún streymdi beint frá stofunni heima hjá sér. Sú útgáfa markaði jafnframt upphafið að nýju samstarfi milli hennar og plötuútgáfunnar Record Records. Lay Low kemur fram með nýrri hljómsveit á Iceland Airwaves hátíðinni í vikunni en þar kemur hún fram tvisvar sinnum: miðvikudaginn 30. nóvember í Hörpu (Kaldalón) á miðnætti og í Hörpu (Norðurljós) fimmtudaginn 31 okt kl. 20:50, auk þess að spila á off-venue tónleikum yfir helgina. Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, hefur sent frá sér nýtt lag. Lagið heitir Gently og er fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu tónlistarkonunar sem kemur út 15. nóvember næstkomandi. Lay Low hefur unnið að upptökum og upptökustjórn sjálf en fékk breska upptökustjórann Ian Grimble til að vinna að hljóðblöndun plötunnar. Ian þessi hefur starfað með listamönnum á borð við Daughter, Beth Orton, Manic Street Preachers og Travis. Fyrsta smáskífulagið, Gently, gefur tóninn fyrir nýju plötuna en hún ber nafnið Talking About the Weather og inniheldur 11 lög. Talking About the Weather verður fjórða breiðskífa Lay Low en hún hefur áður sent frá sér Please Don't Hate Me, Farewell Good Night’s Sleep og nú síðast Brostinn Streng árið 2011. Lay Low sendi reyndar frá sér tónleikaplötu fyrr á árinu frá tónleikum sem hún streymdi beint frá stofunni heima hjá sér. Sú útgáfa markaði jafnframt upphafið að nýju samstarfi milli hennar og plötuútgáfunnar Record Records. Lay Low kemur fram með nýrri hljómsveit á Iceland Airwaves hátíðinni í vikunni en þar kemur hún fram tvisvar sinnum: miðvikudaginn 30. nóvember í Hörpu (Kaldalón) á miðnætti og í Hörpu (Norðurljós) fimmtudaginn 31 okt kl. 20:50, auk þess að spila á off-venue tónleikum yfir helgina.
Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira