Birgir Leifur komst áfram eftir flottan lokahring Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. október 2013 21:26 Birgir Leifur Hafþórsson er kominn á annað stig í úrtökumótunum í bæði Evrópu og Bandaríkjunum. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG komst áfram í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrir Web.com mótaröðina sem lauk í dag í Georgíu. Birgir Leifur lék lokahringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari og það dugði honum til að komast áfram. Birgir lék hringina fjóra í mótinu á samtals þremur höggum undir pari og hafnaði í 26. sæti í úrtökumótinu sem fram fór á Pine Mountain golfsvæðinu í Georgíuríki. Alls komust 35 kylfingar áfram á næsta stig. Á lokahringnum fékk Birgir fimm fugla og tapaði ekki höggi. Birgir fann loksins taktinn í dag og gefur það góð fyrirheit enda stór verkefni framundan hjá kappanum á næstu vikum. Birgir Leifur er einnig kominn á annað stig í úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina og heldur nú til Spánar til keppni þar á næstu dögum. Mótið fer fram í byrjun nóvember. Úrtökumót fyrir annað stig á Web.com mótaröðina fer fram um miðjan nóvember.Lokastaðan í mótinu Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG komst áfram í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrir Web.com mótaröðina sem lauk í dag í Georgíu. Birgir Leifur lék lokahringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari og það dugði honum til að komast áfram. Birgir lék hringina fjóra í mótinu á samtals þremur höggum undir pari og hafnaði í 26. sæti í úrtökumótinu sem fram fór á Pine Mountain golfsvæðinu í Georgíuríki. Alls komust 35 kylfingar áfram á næsta stig. Á lokahringnum fékk Birgir fimm fugla og tapaði ekki höggi. Birgir fann loksins taktinn í dag og gefur það góð fyrirheit enda stór verkefni framundan hjá kappanum á næstu vikum. Birgir Leifur er einnig kominn á annað stig í úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina og heldur nú til Spánar til keppni þar á næstu dögum. Mótið fer fram í byrjun nóvember. Úrtökumót fyrir annað stig á Web.com mótaröðina fer fram um miðjan nóvember.Lokastaðan í mótinu
Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira