Suzuki SX4 S-CROSS fær 5 stjörnur í öryggisprófi Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2013 10:30 Nýi Suzuki SX4 S-CROSS jepplingurinn er í hópi öruggustu bíla í Evrópu, samkvæmt niðurstöðum úr nýjustu árekstrarkönnun Euro NCAP.Hann fékk fullt hús stiga, 5 stjörnur, og var meðal stigahæstu bíla sem fengu 5 stjörnur í prófuninni.SX4 S-CROSS kom sérstaklega vel út úr þeim þætti prófunarinnar sem snýr að öryggi gangandi vegfarenda. Hann fékk hámarkseinkunn í þessum nýja þætti í prófun Euro NCAP sem fyrst var framkvæmdur á þessu ári. Í prófun Euro NCAP er nú gefin ein stjarna fyrir heildarútkomu og hámarkseinkunn er 5 stjörnur. Fjöldi stjarna endurspeglar árangurbílsins á fjórum sviðum, þ.e. vernd fyrir fullorðna farþega, börn, vegfarendur og öryggisstoðkerfi.Yfirbygging og öryggisbúnaður fyrir farþega í SX4 S-CROSS bjóða upp á hámarksvernd í hættulegum akstursaðstæðum sem upp kunna að koma. Bíllinn er hannaður til að uppfylla núgildandi og væntanlega öryggisstaðla. Nýr SX4 S-CROSS er með svonefndri TECT-tækni Suzuki, (Total Effective Control Technology), sem felur í sér lága þyngd og aflögunarhæfni sem dregur úr áhrifum áreksturs á farþegarýmið. Yfirgripsmikil notkun á þanþolnu hástyrktarstáli í lykilþáttum yfirbyggingarinnar draga úrþyngd hennar og auka árekstursþol bílsins umtalsvert. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent
Nýi Suzuki SX4 S-CROSS jepplingurinn er í hópi öruggustu bíla í Evrópu, samkvæmt niðurstöðum úr nýjustu árekstrarkönnun Euro NCAP.Hann fékk fullt hús stiga, 5 stjörnur, og var meðal stigahæstu bíla sem fengu 5 stjörnur í prófuninni.SX4 S-CROSS kom sérstaklega vel út úr þeim þætti prófunarinnar sem snýr að öryggi gangandi vegfarenda. Hann fékk hámarkseinkunn í þessum nýja þætti í prófun Euro NCAP sem fyrst var framkvæmdur á þessu ári. Í prófun Euro NCAP er nú gefin ein stjarna fyrir heildarútkomu og hámarkseinkunn er 5 stjörnur. Fjöldi stjarna endurspeglar árangurbílsins á fjórum sviðum, þ.e. vernd fyrir fullorðna farþega, börn, vegfarendur og öryggisstoðkerfi.Yfirbygging og öryggisbúnaður fyrir farþega í SX4 S-CROSS bjóða upp á hámarksvernd í hættulegum akstursaðstæðum sem upp kunna að koma. Bíllinn er hannaður til að uppfylla núgildandi og væntanlega öryggisstaðla. Nýr SX4 S-CROSS er með svonefndri TECT-tækni Suzuki, (Total Effective Control Technology), sem felur í sér lága þyngd og aflögunarhæfni sem dregur úr áhrifum áreksturs á farþegarýmið. Yfirgripsmikil notkun á þanþolnu hástyrktarstáli í lykilþáttum yfirbyggingarinnar draga úrþyngd hennar og auka árekstursþol bílsins umtalsvert.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent