Nissan með stefnumarkandi rafbíl Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2013 09:15 Á bílasýningunni í Tokyo hefur Nissan nú kynnt rafmagnsbíl sem er engum líkur í laginu. Þar fer bíll sem er einkar mjór að framan en breiður að aftan til að auka stöðugleika hans á vegi og kljúfa loftið betur. Hann hefur fengið nafnið Nissan Bladeglider. Þetta er í raun keppnisbíll sem þó gæti ratað á göturnar fyrir almenning. Bíllinn er gerður fyrir 3 farþega, einn að framan og tvo að aftan. Bíllinn er smíðaður úr koltrefjum og botninn er alveg sléttur, til að minnka loftmótsstöðu hans sem mest. Rafmótorarnir eru í hjólunum, sem er eitthvað sem ekki hefur sést mikið af áður. Það gerir hönnuðum bílsins kleift að nýta rými yfirbyggingar bílsins betur. Hann er með vængjahurðum og þyngdardreifing milli öxla er 30/70, framan/aftan. Ekki er alveg víst að framleiðslubíllinn, ef af honum verður, muni líta nákvæmlega svona út eins og á myndinni sést, en þessi bíll á þó að gefa tóninn fyrir framtíðarþróun Nissan á rafmagnsbílum. Óvenjulegur í laginu og afar straumlínulagaður. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent
Á bílasýningunni í Tokyo hefur Nissan nú kynnt rafmagnsbíl sem er engum líkur í laginu. Þar fer bíll sem er einkar mjór að framan en breiður að aftan til að auka stöðugleika hans á vegi og kljúfa loftið betur. Hann hefur fengið nafnið Nissan Bladeglider. Þetta er í raun keppnisbíll sem þó gæti ratað á göturnar fyrir almenning. Bíllinn er gerður fyrir 3 farþega, einn að framan og tvo að aftan. Bíllinn er smíðaður úr koltrefjum og botninn er alveg sléttur, til að minnka loftmótsstöðu hans sem mest. Rafmótorarnir eru í hjólunum, sem er eitthvað sem ekki hefur sést mikið af áður. Það gerir hönnuðum bílsins kleift að nýta rými yfirbyggingar bílsins betur. Hann er með vængjahurðum og þyngdardreifing milli öxla er 30/70, framan/aftan. Ekki er alveg víst að framleiðslubíllinn, ef af honum verður, muni líta nákvæmlega svona út eins og á myndinni sést, en þessi bíll á þó að gefa tóninn fyrir framtíðarþróun Nissan á rafmagnsbílum. Óvenjulegur í laginu og afar straumlínulagaður.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent