Söngkonan Lady Gaga verður fyrsti tónlistarmaðurinn til að syngja í geimnum.
Lafðin fer í geimferð með Virgin Galactic snemma árs 2015 og mun syngja eitt lag í geimnum á Zero G Colony-tónlistarhátíðinni.
Lady Gaga fer ótroðnar slóðir.„Hún þarf að vera í söngþjálfun í mánuð vegna aðstæðna í geimnum,“ segir heimildarmaður tímaritsins Us Weekly. Ljóst er að um einstakan viðburð í mannkynssögunni er að ræða og segir heimildarmaðurinn enn fremur að Lady Gaga sé búin að líftryggja sig fyrir fúlgu fjár vegna ferðarinnar.