Spenntir áhorfendur geta nálgast fyrstu þrjá þættina af hvorri seríu án endurgjalds. Fyrst Alpha House þann fimmtánda nóvember næstkomandi og svo Betas þann tuttugasta og annan nóvember.
Til þess að sjá meira þurfa áhorfendur að skrá sig á Amazon Prime.
Ólíkt Netflix mun Amazon birta einn þátt á viku, í stað þess að gera fólki kleift að horfa á heilar seríu í einu - eins og Netflix gerði með þáttaraðirnar Orange is the New Black, House of Cards og Arrested Development.
Hér að neðan er hægt að sjá stiklu úr þáttaröðinni Alpha House, en hún fjallar um fjóra öldungardeildarþingmenn í Bandaríkjunum.