Aðstandendur hátíðarinnar sögðu í dag að myndin yrði heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni þann sjötta febrúar á næsta ári.
Meðal leikara í myndinni eru Ralph Fiennes, Adrien Brody, Jude Law og Edward Norton.
Hátíðin í Berlín er fyrsta stóra hátíðin í Evrópu á næsta ári. Forstöðumaður hátíðarinnar í Berlín, Dieter Kosslick, sagði að myndin, sem er gamanmynd, myndi koma áhorfendum í gírinn fyrir það sem koma skal.
The Grand Budapest Hotel er um starfsmann í móttöku á evrópsku hóteli sem leikinn verður af Fiennes. Í myndinni er ómetanlegu listaverki stolið og það síðan endurheimt.
Kvikmyndahátíðin í Berlín byrjar þann sjötta febrúar og stendur til sextánda sama mánaðar.
Wes Anderson hefur áður leikstýrt myndum á borð við The Royal Tenenbaums, Moonrise Kingdom og The Fantastic Mr. Fox.
Hér að neðan er hægt að sjá stiklu úr The Grand Budapest Hotel: