„Maður fær sér smá snaps eftir svona slys“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2013 17:10 Mark Weller ásamt eiginkonu sinni í þjónustumiðstöðinni við Þingvelli fyrr í dag. mynd/valli Rúta fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Um var að ræða rútu fulla af ferðamönnum sem voru á leið sinni um svæðið. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður fyrir ökutæki. „Við höfðum skráð okkur í ævintýraferð og í raun upplifum við bara ákveðið ævintýri í þessari rútuferð,“ segir Englendingurinn Mark Weller, í samtali við blaðamann Vísis á vettvangi. „Rútubílstjórinn á hrós skilið fyrir hans viðbrögð en hann hægði vel á rútunni í aðdraganda slyssins. Allir sluppu í raun vel og farþegar rútunnar mega teljast mjög svo heppnir.“ Gríðarleg hálka er á veginum við Þingvelli og aðstæður erfiðar. Vindur er einnig töluverður og því getur skapast töluverð hætta á þjóðveginum. „Þið Íslendingar eruð kannski vön þessum aðstæðum en ég hef aldrei sé annað eins á minni ævi. Gatan var alveg þakinn ís og í raun ekki skrítið að þetta hafi gerst.“ „Farþegar rútunnar voru nokkuð rólegir eftir að rútan hafði farið að veginum en við þurftum að aðstoða nokkra sem voru fastir í sætum sínum fyrir ofan okkur. Bílbeltið bjargaði því að illa færi ekki hjá þeim aðilum.“ Rútubílstjórinn hafði tilkynnt öllum farþegum að spenna sætisbeltin rétt fyrir slysið. „Við heyrðum í kallkerfinu um tveim mínútum áður en rútan fór af veginum og á hliðina að vænlegt væri að spenna bílbeltið. Margir fóru eftir þeim fyrirmælum sem reyndist vera nauðsynlegt svona eftir á að hyggja. Það var ein stúlku sem fékk töluvert höfuðhögg og er hún líklega komin á sjúkrahús núna.“ Öllum farþegum rútunnar var boðið að halda áfram ferðinni með annarri rútu eða fá að snúa til baka til Reykjavíkur. „Ég held að ég fari samt sem áður til baka í borgina, ég þarf að fá mér smá snaps eftir svona atvik.“ Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Rúta fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Um var að ræða rútu fulla af ferðamönnum sem voru á leið sinni um svæðið. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður fyrir ökutæki. „Við höfðum skráð okkur í ævintýraferð og í raun upplifum við bara ákveðið ævintýri í þessari rútuferð,“ segir Englendingurinn Mark Weller, í samtali við blaðamann Vísis á vettvangi. „Rútubílstjórinn á hrós skilið fyrir hans viðbrögð en hann hægði vel á rútunni í aðdraganda slyssins. Allir sluppu í raun vel og farþegar rútunnar mega teljast mjög svo heppnir.“ Gríðarleg hálka er á veginum við Þingvelli og aðstæður erfiðar. Vindur er einnig töluverður og því getur skapast töluverð hætta á þjóðveginum. „Þið Íslendingar eruð kannski vön þessum aðstæðum en ég hef aldrei sé annað eins á minni ævi. Gatan var alveg þakinn ís og í raun ekki skrítið að þetta hafi gerst.“ „Farþegar rútunnar voru nokkuð rólegir eftir að rútan hafði farið að veginum en við þurftum að aðstoða nokkra sem voru fastir í sætum sínum fyrir ofan okkur. Bílbeltið bjargaði því að illa færi ekki hjá þeim aðilum.“ Rútubílstjórinn hafði tilkynnt öllum farþegum að spenna sætisbeltin rétt fyrir slysið. „Við heyrðum í kallkerfinu um tveim mínútum áður en rútan fór af veginum og á hliðina að vænlegt væri að spenna bílbeltið. Margir fóru eftir þeim fyrirmælum sem reyndist vera nauðsynlegt svona eftir á að hyggja. Það var ein stúlku sem fékk töluvert höfuðhögg og er hún líklega komin á sjúkrahús núna.“ Öllum farþegum rútunnar var boðið að halda áfram ferðinni með annarri rútu eða fá að snúa til baka til Reykjavíkur. „Ég held að ég fari samt sem áður til baka í borgina, ég þarf að fá mér smá snaps eftir svona atvik.“
Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira