Tilkynnt verður formlega um endurkomuna á blaðamannafundi í Lundúnum á fimmtudag, en meðlimir hópsins gátu ekki setið á sér með að ljóstra upp leyndarmálinu.
„Ég er mjög spenntur,“ segir Jones og vonast hann til þess að þeir muni græða vel á endurkomunni. „Ég er að vonast til þess að geta borgað húsnæðislánið mitt.“
John Cleese, Eric Idle, Terry Gilliam og Michael Palin, auk Jones, munu allir taka þátt, en sjötti meðlimurinn, Graham Chapman, lést úr krabbameini árið 1989.
Fimmmenningarnir komu síðast fram saman árið 1998 á grínhátíð í Aspen.
