Audi A3 Sedan fær Gullna stýrið Finnur Thorlacius skrifar 18. nóvember 2013 16:15 Audi A3 Sedan. Nýr A3 Sedan hefur hlotið ein eftirsóttustu verðlaunin í bílaiðnaðinum, Gullna stýrið 2013. Í ár voru 49 tilnefningar til verðlaunanna, sem lesendur Auto Bild og Bild am Sonntag og hópur sérfræðinga velja í sameiningu. Audi A3 Sedan hafnaði í efsta sæti í „miðflokki“. Með þessum sigri fjölgar enn rósunum í hnappagati Audi. Þetta er 23. Gullna stýrið í 38 ára sögu verðlaunanna sem fellur í skaut fyrirtækisins. Engin önnur tegund hefur fengið fleiri verðlaun. Nýi Audi A3 Sedan er fyrsti stallbakurinn frá Audi í flokki „premium“-smábíla. Tæknibúnaðurinn, notagildið og þægindin heilluðu bæði lesendur og dómnefnd. Auto Bild og Bild am Sonntag hafa veitt Gullna stýrið fyrir bestu bílana á hverju ári síðan 1976. Verðlaunaflokkarnir eru sex talsins: Litlir bílar og smábílar, Miðflokkur, Blæju- og tveggja sæta bílar, Jeppar og Lúxusflokkur. Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Lýsir algjöru öryggisleysi eftir blauta tusku í andlitið Innlent Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Innlent Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Innlent Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Innlent Stormur í kortunum Veður Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Innlent
Nýr A3 Sedan hefur hlotið ein eftirsóttustu verðlaunin í bílaiðnaðinum, Gullna stýrið 2013. Í ár voru 49 tilnefningar til verðlaunanna, sem lesendur Auto Bild og Bild am Sonntag og hópur sérfræðinga velja í sameiningu. Audi A3 Sedan hafnaði í efsta sæti í „miðflokki“. Með þessum sigri fjölgar enn rósunum í hnappagati Audi. Þetta er 23. Gullna stýrið í 38 ára sögu verðlaunanna sem fellur í skaut fyrirtækisins. Engin önnur tegund hefur fengið fleiri verðlaun. Nýi Audi A3 Sedan er fyrsti stallbakurinn frá Audi í flokki „premium“-smábíla. Tæknibúnaðurinn, notagildið og þægindin heilluðu bæði lesendur og dómnefnd. Auto Bild og Bild am Sonntag hafa veitt Gullna stýrið fyrir bestu bílana á hverju ári síðan 1976. Verðlaunaflokkarnir eru sex talsins: Litlir bílar og smábílar, Miðflokkur, Blæju- og tveggja sæta bílar, Jeppar og Lúxusflokkur.
Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Lýsir algjöru öryggisleysi eftir blauta tusku í andlitið Innlent Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Innlent Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Innlent Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Innlent Stormur í kortunum Veður Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Innlent