Skrúfuhringur á bíl Finnur Thorlacius skrifar 18. nóvember 2013 11:00 Ökumaðurinn Adrian Cenni er meðal fyrstu ökumanna til að fara skrúfuhring á bíl, en það gerði hann í Baja 1000 keppninni, sem var haldin Í Ensenada í Mexíkó í síðustu viku. Fulltrúar keppninnar segja að þetta sé í fyrsta sinn sem þetta er gert fyrir framan áhorfendur á bílahátíð. Sjá má stökk hans í myndskeiðinu. Adrian valdi jeppa til verksins, en hann er með mjög slaglanga fjöðrun og á stórum dekkjum. Ofurhuginn Adrian komst klakklaust frá stökkinu, en það verður ekki sagt um alla þá sem tóku þátt í keppnum þeim sem fylgja Baja 1000. Ökumaður mótorhjóls lét lífið að þessu sinni og er það langt því frá í fyrsta skipti sem keppnin krefst fórna. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent
Ökumaðurinn Adrian Cenni er meðal fyrstu ökumanna til að fara skrúfuhring á bíl, en það gerði hann í Baja 1000 keppninni, sem var haldin Í Ensenada í Mexíkó í síðustu viku. Fulltrúar keppninnar segja að þetta sé í fyrsta sinn sem þetta er gert fyrir framan áhorfendur á bílahátíð. Sjá má stökk hans í myndskeiðinu. Adrian valdi jeppa til verksins, en hann er með mjög slaglanga fjöðrun og á stórum dekkjum. Ofurhuginn Adrian komst klakklaust frá stökkinu, en það verður ekki sagt um alla þá sem tóku þátt í keppnum þeim sem fylgja Baja 1000. Ökumaður mótorhjóls lét lífið að þessu sinni og er það langt því frá í fyrsta skipti sem keppnin krefst fórna.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent