10 glötuðustu bílarnir Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2013 10:30 Mitsubishi Lancer Bílavefurinn Jalopnik hefur valið þá 10 bíla sem þeir telja allra verstu kaupin núna. Að þeirra sögn eiga þessir bílar það sameiginlegt að vera úreltir eða illa hannaðir og hörmulegir aksturbílar, en eru samt enn til sölu. Bílarnir eru að þeirra mati þessir, frá þeim glataðasta til þess tíunda glataðasta; Lexus ES, Mitsubishi Galant, Nissan Versa, Volkswagen Jetta, Subaru Legacy, Honda Crosstour, Kia Sedona, Chevrolet Malibu, Toyota Prius og Mitsubishi Lancer. Um Mitsubishi lancer segja Jalopnik menn að hann ætti í raun að heita Mitsubishi „Devolution“ (sem þversögn við hinn góða Mitsubishi Evolution), sem gæti útfærst „dreifstýrður“. UmToyota Prius segja þeir að það eina markverða við þann bíl sé hvernig markaðsfólk hafi náð að plata glámskyggnan almenning um að það væri að bjarga hvítabjörnum með því að kaupa hann. Um Kia Sedona er sagt að hann tilheyri í besta falli síðustu öld. með Honda Crosstour fylgir umsögnin „ljótasti og leiðinlegasti SUV bíll sem framleiddur hefur verið“. Um Subaru Legacy segir að þar fari svo gömul hönnun og lélegir aksturseiginleikar að leit sé að verra. Um þann Volkswagen Jetta sem framleiddur er fyrir Bandaríkjamenn í Bandaríkjunum segir að þar fari ekki evrópskur bíll, hann hafi enga sál og sé troðinn af lélegast plasti sem hægt sé að troða í bíl. Um Nissan Versa segir að þar fari leiðinlegasti smábíll sem fá má vestanhafs. Mitsubishi Galant fær þá einkunn að kaupendum hans sé vorkennt að fjárfesta í honum umfram Mazda6, sem kostar minna og er mörgum sinnum betri bíll. Um Lexus segir að hann sé plat Lexus, hann sé í raun dulbúinn Toyota Avalon, bara dýrari. Toyota Prius Chevrolet Malibu Kia Sedona Honda Crosstour Subaru Legacy Volkswagen Jetta Nissan Versa Mitsubishi Galant Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Bílavefurinn Jalopnik hefur valið þá 10 bíla sem þeir telja allra verstu kaupin núna. Að þeirra sögn eiga þessir bílar það sameiginlegt að vera úreltir eða illa hannaðir og hörmulegir aksturbílar, en eru samt enn til sölu. Bílarnir eru að þeirra mati þessir, frá þeim glataðasta til þess tíunda glataðasta; Lexus ES, Mitsubishi Galant, Nissan Versa, Volkswagen Jetta, Subaru Legacy, Honda Crosstour, Kia Sedona, Chevrolet Malibu, Toyota Prius og Mitsubishi Lancer. Um Mitsubishi lancer segja Jalopnik menn að hann ætti í raun að heita Mitsubishi „Devolution“ (sem þversögn við hinn góða Mitsubishi Evolution), sem gæti útfærst „dreifstýrður“. UmToyota Prius segja þeir að það eina markverða við þann bíl sé hvernig markaðsfólk hafi náð að plata glámskyggnan almenning um að það væri að bjarga hvítabjörnum með því að kaupa hann. Um Kia Sedona er sagt að hann tilheyri í besta falli síðustu öld. með Honda Crosstour fylgir umsögnin „ljótasti og leiðinlegasti SUV bíll sem framleiddur hefur verið“. Um Subaru Legacy segir að þar fari svo gömul hönnun og lélegir aksturseiginleikar að leit sé að verra. Um þann Volkswagen Jetta sem framleiddur er fyrir Bandaríkjamenn í Bandaríkjunum segir að þar fari ekki evrópskur bíll, hann hafi enga sál og sé troðinn af lélegast plasti sem hægt sé að troða í bíl. Um Nissan Versa segir að þar fari leiðinlegasti smábíll sem fá má vestanhafs. Mitsubishi Galant fær þá einkunn að kaupendum hans sé vorkennt að fjárfesta í honum umfram Mazda6, sem kostar minna og er mörgum sinnum betri bíll. Um Lexus segir að hann sé plat Lexus, hann sé í raun dulbúinn Toyota Avalon, bara dýrari. Toyota Prius Chevrolet Malibu Kia Sedona Honda Crosstour Subaru Legacy Volkswagen Jetta Nissan Versa Mitsubishi Galant
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent