Þetta eru tillögur hagræðingarhópsins 11. nóvember 2013 15:06 Ásmundur Einar, Vigdís Hauksdóttir, Unnur Brá og Guðlaugur Þór. Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar kynnti í dag tillögur til þess að hagræða, forgangsraða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Tillögur hópsins eru í 111 liðum, en engir útreikningar fylgja tillögunum. Á meðal þess sem hópurinn leggur til er að greiðslur til stjórnmálaflokka verði endurskoðaðar samhliða endurskoðun á lögum um fjármál stjórnmálaflokka, framlög til þróunarmála verði endurskoðuð og nýleg hækkun dregin til baka, háskólum verði fækkað með sameiningu eða samstarf á milli háskóla aukið og að starfsemi Ríkisútvarpsins verði endurskoðuð. Þá leggur hópurinn til að fjölmiðlanefnd verði lögð niður, lögregluliðum verði fækkað í átta sem og sýslumannsembættunum. Að skoða kosti þess að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið. Bankasýsla ríkisins verði lögð niður, og verkefni hennar flutt til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þá vill hópurinn sameina yfirstjórnir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslenska dansflokksins, Óperunnar og Þjóðleikhússins. Stytta nám í framhaldsskólum, greiðslum til Bændasamtaka Íslands verði hætt og að innleiða grænan náttúrupassa til að greiða fyrir uppbyggingu á ferðamannastöðum. Hagræðingarhópurinn starfaði undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar, en í honum sitja auk hans Guðlaugur Þór Þórðarson, Vigdís Hauksdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Með hópnum starfaði einnig Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, og Sigurður Helgason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, auk tveggja utanaðkomandi sérfræðinga. Í tillögunum segir að Hagræðingarhópurinn hafi ekki lagt áherslu á beinar niðurskurðartillögur heldur kerfisbreytingar sem beinast að breytingum á áherslum, aðferðum og skipulagi og geta stuðlað að varanlegri hagræðingu og auknum árangri til lengri tíma. „Komist tillögurnar til framkvæmda geta þær stuðlað að tug miljarða króna ávinningi fyrir þjóðina. Sá ávinningur getur birst í lægri fjárveitingum en einnig í aukinni og bættri þjónustu,“ segir í skýrslu hópsins. Markmið hópsins er að leggja fram tillögur sem miða að því auka framleiðni í rekstri ríkisins umtalsvert. Skýrsluna má lesa hér. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar kynnti í dag tillögur til þess að hagræða, forgangsraða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Tillögur hópsins eru í 111 liðum, en engir útreikningar fylgja tillögunum. Á meðal þess sem hópurinn leggur til er að greiðslur til stjórnmálaflokka verði endurskoðaðar samhliða endurskoðun á lögum um fjármál stjórnmálaflokka, framlög til þróunarmála verði endurskoðuð og nýleg hækkun dregin til baka, háskólum verði fækkað með sameiningu eða samstarf á milli háskóla aukið og að starfsemi Ríkisútvarpsins verði endurskoðuð. Þá leggur hópurinn til að fjölmiðlanefnd verði lögð niður, lögregluliðum verði fækkað í átta sem og sýslumannsembættunum. Að skoða kosti þess að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið. Bankasýsla ríkisins verði lögð niður, og verkefni hennar flutt til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þá vill hópurinn sameina yfirstjórnir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslenska dansflokksins, Óperunnar og Þjóðleikhússins. Stytta nám í framhaldsskólum, greiðslum til Bændasamtaka Íslands verði hætt og að innleiða grænan náttúrupassa til að greiða fyrir uppbyggingu á ferðamannastöðum. Hagræðingarhópurinn starfaði undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar, en í honum sitja auk hans Guðlaugur Þór Þórðarson, Vigdís Hauksdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Með hópnum starfaði einnig Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, og Sigurður Helgason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, auk tveggja utanaðkomandi sérfræðinga. Í tillögunum segir að Hagræðingarhópurinn hafi ekki lagt áherslu á beinar niðurskurðartillögur heldur kerfisbreytingar sem beinast að breytingum á áherslum, aðferðum og skipulagi og geta stuðlað að varanlegri hagræðingu og auknum árangri til lengri tíma. „Komist tillögurnar til framkvæmda geta þær stuðlað að tug miljarða króna ávinningi fyrir þjóðina. Sá ávinningur getur birst í lægri fjárveitingum en einnig í aukinni og bættri þjónustu,“ segir í skýrslu hópsins. Markmið hópsins er að leggja fram tillögur sem miða að því auka framleiðni í rekstri ríkisins umtalsvert. Skýrsluna má lesa hér.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira