Skírður í höfuðið á hljómsveitinni Þeyr Ómar Úlfur skrifar 27. nóvember 2013 12:16 Gauti Þeyr Emmsjé Gauti er nýlega búinn að senda frá sér sína aðra plötu sem ber nafnið Þeyr, í höfuðið á söngvaranum sjálfum. Móðir hans valdi nafnið á drenginn eftir að hún sá hljómplötuna Mjötviður Mær með hljómsveitinni Þeyr í plötuverslun. Henni leist vel á nafnið en þekkti ekki til sveitarinnar. Þeyr er mun þroskaðra verk en Bara ég sem er fyrsta plata Gauta. Ástæðan er einföld að sögn rapparans. Það hefur ansi margt gerst síðan þá og reynsla og þroski fylgi því óhjákvæmilega. Emmsjé Gauti hefur unnið með ansi mörgum íslenskum tónlistarmönnum eins og Berndsen, Unnsteini úr Retro Stefson og hljómsveitunum Úlf Úlf og Agent Fresco. Aðspurður segir Gauti að það sé aðeins einn listamaður sem hann vilji ekki vinna með aftur. Það er enginn annar en stuðboltinn Björn Jörundur sem var víst andlega fjarverandi á meðan að þeir unnu saman að lagi huldumannsins Gabríel. Emmsjé Gauti er spenntur fyrir því að gera lag með Megasi einn daginn.Fyrsta platan sem að Gauti man eftir að hafa eignast? Platan Jurassic 5 sem að hann fékk að gjöf frá frænda sínum. Platan er jafnframt fyrsta rappplatan sem að hann eignaðist. Gauti segist vera alæta á tónlist.Fyrstu tónleikar? Reykjavík Music Festival og svo sá hann Sigur Rós á tónleikum snemma á ævinni. Hann segist vera mikill aðdáandi Sigur Rósar.Fyrsta lagið sem að Gauti féll fyrir? Rock The Casbah með The Clash. Gauti var alinn upp á sveitum eins og The Smiths, Queen og Purrki Pillnikk.Uppáhaldstexti? Textar rapparans Slug úr Atmosphere eru í uppáhaldi. Sérstaklega lagið God Loves Ugly af samnefndri plötu.Hvað fílar Emmsjé Gauti núna? Platan Beginning með ungstirninu Steinari og ! sem er ný plata með Ultra Mega Technobandinu Stefáni.Uppáhald kvikmynd? The Boondock Saints og Sódóma ReykjavíkÁ Emmsjé Gauti sér átrúnaðargoð? Nei en hann segist líta upp til margra. Útgáfutónleikar vegna plötunnar Þeyr fara fram á Harlem í kvöld. Steinar og Úlfur Úlfur hita upp og Agent Fresco spila undir hjá Gauta. Miðasala er við hurð. Plata, öl og miði á 2000kr eða bara miði á 1000kr. Viðtalið í heild sinni má heyra hér fyrir ofan. Harmageddon Mest lesið Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Handboltamaður gerði það sem hann vildi með sinn pening Harmageddon Sannleikurinn: Ísland verður aftur land tækifærissinna Harmageddon Miðill spáir stórum jarðskjálfta á morgun Harmageddon Gísli Marteinn vill opin prófkjör Harmageddon Shades of Reykjavík með nýtt lag og myndband Harmageddon Þættir um sögu rokksins á X977 Harmageddon Arcade Fire á toppi breska breiðskífulistans Harmageddon Sannleikurinn: Björt framtíð heimsótti þá sem eiga sér ekki mikla framtíð Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon
Emmsjé Gauti er nýlega búinn að senda frá sér sína aðra plötu sem ber nafnið Þeyr, í höfuðið á söngvaranum sjálfum. Móðir hans valdi nafnið á drenginn eftir að hún sá hljómplötuna Mjötviður Mær með hljómsveitinni Þeyr í plötuverslun. Henni leist vel á nafnið en þekkti ekki til sveitarinnar. Þeyr er mun þroskaðra verk en Bara ég sem er fyrsta plata Gauta. Ástæðan er einföld að sögn rapparans. Það hefur ansi margt gerst síðan þá og reynsla og þroski fylgi því óhjákvæmilega. Emmsjé Gauti hefur unnið með ansi mörgum íslenskum tónlistarmönnum eins og Berndsen, Unnsteini úr Retro Stefson og hljómsveitunum Úlf Úlf og Agent Fresco. Aðspurður segir Gauti að það sé aðeins einn listamaður sem hann vilji ekki vinna með aftur. Það er enginn annar en stuðboltinn Björn Jörundur sem var víst andlega fjarverandi á meðan að þeir unnu saman að lagi huldumannsins Gabríel. Emmsjé Gauti er spenntur fyrir því að gera lag með Megasi einn daginn.Fyrsta platan sem að Gauti man eftir að hafa eignast? Platan Jurassic 5 sem að hann fékk að gjöf frá frænda sínum. Platan er jafnframt fyrsta rappplatan sem að hann eignaðist. Gauti segist vera alæta á tónlist.Fyrstu tónleikar? Reykjavík Music Festival og svo sá hann Sigur Rós á tónleikum snemma á ævinni. Hann segist vera mikill aðdáandi Sigur Rósar.Fyrsta lagið sem að Gauti féll fyrir? Rock The Casbah með The Clash. Gauti var alinn upp á sveitum eins og The Smiths, Queen og Purrki Pillnikk.Uppáhaldstexti? Textar rapparans Slug úr Atmosphere eru í uppáhaldi. Sérstaklega lagið God Loves Ugly af samnefndri plötu.Hvað fílar Emmsjé Gauti núna? Platan Beginning með ungstirninu Steinari og ! sem er ný plata með Ultra Mega Technobandinu Stefáni.Uppáhald kvikmynd? The Boondock Saints og Sódóma ReykjavíkÁ Emmsjé Gauti sér átrúnaðargoð? Nei en hann segist líta upp til margra. Útgáfutónleikar vegna plötunnar Þeyr fara fram á Harlem í kvöld. Steinar og Úlfur Úlfur hita upp og Agent Fresco spila undir hjá Gauta. Miðasala er við hurð. Plata, öl og miði á 2000kr eða bara miði á 1000kr. Viðtalið í heild sinni má heyra hér fyrir ofan.
Harmageddon Mest lesið Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Handboltamaður gerði það sem hann vildi með sinn pening Harmageddon Sannleikurinn: Ísland verður aftur land tækifærissinna Harmageddon Miðill spáir stórum jarðskjálfta á morgun Harmageddon Gísli Marteinn vill opin prófkjör Harmageddon Shades of Reykjavík með nýtt lag og myndband Harmageddon Þættir um sögu rokksins á X977 Harmageddon Arcade Fire á toppi breska breiðskífulistans Harmageddon Sannleikurinn: Björt framtíð heimsótti þá sem eiga sér ekki mikla framtíð Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon