Ítarlegar spurningar Mannréttindadómstólsins vekja athygli Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 26. nóvember 2013 16:40 Andri segir það verða talsverða vinnu að þýða þetta á ensku enda sé dómurinn sjálfur upp á 400 blaðsíður. mynd/GVA „Við erum bara nýbúin að sjá þetta en það vekur athygli að spurningar dómsins virðast ná yfir ansi mörg atriði í málinu, allt frá upphafi málsins og til dómsins,“ segir Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég skil þetta þannig að þeir séu að spyrja um allt ferli málsins, alveg frá upphafi ákvörðunar um ákæru og til dómsins. Dómstóllinn dæmir fyrst og fremst um réttláta málsmeðferð og þetta snýst því um hvenær Geir átti rétt á réttlátri málsmeðferð í skilningi mannréttindasáttmálans,“ segir Andri. Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir mál Geirs gegn íslenska ríkinu vegna Landsdómsmálsins. Eins og fram hefur komið á Vísi ber íslenskum stjórnvöldum að svara spurningum um málsmeðferðina og gefa svar fyrir 6. mars á næsta ári. Mannréttindadómstóllinn sendi innanríkisráðuneytinu erindi vegna málsins og óskaði eftir enskri þýðingu af niðurstöðum Landsdóms. Þá eru einnig sex spurningar lagðar fyrir stjórnvöld vegna kærunnar. Andri segir að dómstóllinn væri varla að senda þessar spurningar allar ef þeir teldu ekkert athugunarvert við málið. „Þeir hafa nóg annað að gera.“ Íslenskum stjórnvöldum er gert að útvega dómstólnum enska þýðingu af niðurstöðum Landsdóms sem og öðrum ákvörðunum eða niðurstöðum tengdum málinu. Andri segir það verða talsverða vinnu að þýða þetta á ensku enda sé dómurinn sjálfur upp á 400 blaðsíður. „Ég efast um að dómstóllinn væri að biðja um að láta þýða öll þessi gögn ef það væri ekki að minnsta kosti eitthvað athugavert við málsmeðferðina,“ segir Andri. Landsdómur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
„Við erum bara nýbúin að sjá þetta en það vekur athygli að spurningar dómsins virðast ná yfir ansi mörg atriði í málinu, allt frá upphafi málsins og til dómsins,“ segir Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég skil þetta þannig að þeir séu að spyrja um allt ferli málsins, alveg frá upphafi ákvörðunar um ákæru og til dómsins. Dómstóllinn dæmir fyrst og fremst um réttláta málsmeðferð og þetta snýst því um hvenær Geir átti rétt á réttlátri málsmeðferð í skilningi mannréttindasáttmálans,“ segir Andri. Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir mál Geirs gegn íslenska ríkinu vegna Landsdómsmálsins. Eins og fram hefur komið á Vísi ber íslenskum stjórnvöldum að svara spurningum um málsmeðferðina og gefa svar fyrir 6. mars á næsta ári. Mannréttindadómstóllinn sendi innanríkisráðuneytinu erindi vegna málsins og óskaði eftir enskri þýðingu af niðurstöðum Landsdóms. Þá eru einnig sex spurningar lagðar fyrir stjórnvöld vegna kærunnar. Andri segir að dómstóllinn væri varla að senda þessar spurningar allar ef þeir teldu ekkert athugunarvert við málið. „Þeir hafa nóg annað að gera.“ Íslenskum stjórnvöldum er gert að útvega dómstólnum enska þýðingu af niðurstöðum Landsdóms sem og öðrum ákvörðunum eða niðurstöðum tengdum málinu. Andri segir það verða talsverða vinnu að þýða þetta á ensku enda sé dómurinn sjálfur upp á 400 blaðsíður. „Ég efast um að dómstóllinn væri að biðja um að láta þýða öll þessi gögn ef það væri ekki að minnsta kosti eitthvað athugavert við málsmeðferðina,“ segir Andri.
Landsdómur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira