Píratar vilja Hönnu Birnu fyrir þingnefnd vegna leka Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2013 13:20 Jón Þór vill kalla Hönnu Birnu, og ráðuneytisstjóra hennar, fyrir þingnefnd vegna þess sem þingmaður kallar alvarlegan leka. Jón Þór Ólafsson þingmaður Píratar óskar eftir því að að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og ráðuneytisstjóri verði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Þetta er vegna þess sem Jón Þór kallar alvarlegan leka á persónuupplýsingum úr ráðuneytinu nýverið. „Leki innanríkisráðuneytisins á persónuupplýsingum um hælisleitendurna Evelyn Glory Joseph og Tony Omos, grafalvarlegt mál sem nauðsynlegt er að fá svör við,“ segir Jón Þór Ólafsson í tilkynningu. Jón Þór vitnar í DV og það sem fram kemur í máli Harðar Helga Helgasonar, setts forstjóra Persónuverndar þess efnis að stjórnvöldum beri að gæta trúnaðar: „Það er að sjálfsögðu stjórnvalda hverju sinni að gæta þess að trúnaðar sé gætt í málum er varða persónuleg málefni. Menn verða að fara með upplýsingar í samræmi við eðli þeirra gagna sem þeir hafa undir höndum.“ Hann bendir á að ef uppi sé ágreiningur á meðferð stjórnvalda á viðkvæmum persónuupplýsingum sé hægt að beina slíkum málum til Persónuverndar. Ef grunur sé um brot gegn ákvæðum hegningarlaga sé það eitthvað sem þurfi að láta sæta opinberri ákæru af hálfu saksóknara. Þórunn Þórarinsdóttir hjá Kristínarhúsi, athvarfi sem er fyrst og fremst ætlað konum sem eru á leið út úr vændi eða mansali segir trúnaðarbrot alltaf alvarlegt mál: „Ef rétt reynist að þetta sé trúnaðarbrestur frá ráðuneytinu þá er það mjög alvarlegt mál.“" Vísir falaðist eftir viðtali við Hönnu Birnu í morgun vegna málsins en hún hafnaði því og vísaði til yfirlýsingar frá ráðuneytinu þar sem ráðuneytið vill taka fram að ekkert „bendir til þess að slík gögn hafi verið afhent frá embættismönnum innanríkisráðuneytisins.“ Þá er bent á að mál flestra hælisleitanda hafa verið til meðferðar hjá mörgum stofnunum, embættum og einstaklingum til margra ára. „Ráðuneytið leggur mikla áherslu á að öll formleg gögn allra slíkra mála séu trúnaðarmál og með þau farið sem slík. Ráðuneytið eða starfsmenn þess geta samkvæmt lögum ekki tjáð sig um einstaka mál, en harma ef það hefur í einhverju tilviki gerst að trúnaðarupplýsingar berist öðrum en þeim sem um þau fjalla formlega.“ Við þetta bætir upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, Jóhannes því að þar sem stendur; „embættismönnum ríkisráðuneytisins – þá á það í raun við um alla starfsmenn ráðuneytisins.“ Lekamálið Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Jón Þór Ólafsson þingmaður Píratar óskar eftir því að að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og ráðuneytisstjóri verði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Þetta er vegna þess sem Jón Þór kallar alvarlegan leka á persónuupplýsingum úr ráðuneytinu nýverið. „Leki innanríkisráðuneytisins á persónuupplýsingum um hælisleitendurna Evelyn Glory Joseph og Tony Omos, grafalvarlegt mál sem nauðsynlegt er að fá svör við,“ segir Jón Þór Ólafsson í tilkynningu. Jón Þór vitnar í DV og það sem fram kemur í máli Harðar Helga Helgasonar, setts forstjóra Persónuverndar þess efnis að stjórnvöldum beri að gæta trúnaðar: „Það er að sjálfsögðu stjórnvalda hverju sinni að gæta þess að trúnaðar sé gætt í málum er varða persónuleg málefni. Menn verða að fara með upplýsingar í samræmi við eðli þeirra gagna sem þeir hafa undir höndum.“ Hann bendir á að ef uppi sé ágreiningur á meðferð stjórnvalda á viðkvæmum persónuupplýsingum sé hægt að beina slíkum málum til Persónuverndar. Ef grunur sé um brot gegn ákvæðum hegningarlaga sé það eitthvað sem þurfi að láta sæta opinberri ákæru af hálfu saksóknara. Þórunn Þórarinsdóttir hjá Kristínarhúsi, athvarfi sem er fyrst og fremst ætlað konum sem eru á leið út úr vændi eða mansali segir trúnaðarbrot alltaf alvarlegt mál: „Ef rétt reynist að þetta sé trúnaðarbrestur frá ráðuneytinu þá er það mjög alvarlegt mál.“" Vísir falaðist eftir viðtali við Hönnu Birnu í morgun vegna málsins en hún hafnaði því og vísaði til yfirlýsingar frá ráðuneytinu þar sem ráðuneytið vill taka fram að ekkert „bendir til þess að slík gögn hafi verið afhent frá embættismönnum innanríkisráðuneytisins.“ Þá er bent á að mál flestra hælisleitanda hafa verið til meðferðar hjá mörgum stofnunum, embættum og einstaklingum til margra ára. „Ráðuneytið leggur mikla áherslu á að öll formleg gögn allra slíkra mála séu trúnaðarmál og með þau farið sem slík. Ráðuneytið eða starfsmenn þess geta samkvæmt lögum ekki tjáð sig um einstaka mál, en harma ef það hefur í einhverju tilviki gerst að trúnaðarupplýsingar berist öðrum en þeim sem um þau fjalla formlega.“ Við þetta bætir upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, Jóhannes því að þar sem stendur; „embættismönnum ríkisráðuneytisins – þá á það í raun við um alla starfsmenn ráðuneytisins.“
Lekamálið Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira