Honda, Benz, Toyota og Lexus bestir í endursölu Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2013 10:30 Honda bílar halda verði sínu vel. Ár hvert rannsakar ALG í Bandaríkjunum hvaða bílar falla minnst í verði á fyrstu 3 árum þeirra. Þeir bílar sem falla minnst í verði hljóta fyrir vikið Residual Value Awards frá ALG. Í flokki magnsölubíla varð Honda efst og Toyota í næst efsta sæti. Honda náði efsta sætinu annað árið í röð. Í flokki lúxusbíla náði Mercedes Benz efsta sætinu og Acura, lúxusmerki Honda, varð í öðru sæti. Önnur samkonar rannsókn fer fram ár hvert hjá Kelley Blue Book en þar er miðað við verðfall bíla eftir 5 ár. Hjá Kelley Blue Book náði Toyota efsta sætinu og halda Toyota bílar 46,1% af söluverði sínu eftir 5 ár og hafði það hlutfall hækkað um 2,1% frá því í fyrra. Er þetta þriðja árið í röð sem Toyota trónir efst á þeirra lista. Lexus var hæst lúxusbíla hjá Kelley en bílar Lexus halda 45,6% af upprunanlegu verði eftir 5 ár. Í öðru sæti varð Audi. Meðalsöluverð allra notaðra bíla í könnun Kelley var 39,7% af upphaflegu verði. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Ár hvert rannsakar ALG í Bandaríkjunum hvaða bílar falla minnst í verði á fyrstu 3 árum þeirra. Þeir bílar sem falla minnst í verði hljóta fyrir vikið Residual Value Awards frá ALG. Í flokki magnsölubíla varð Honda efst og Toyota í næst efsta sæti. Honda náði efsta sætinu annað árið í röð. Í flokki lúxusbíla náði Mercedes Benz efsta sætinu og Acura, lúxusmerki Honda, varð í öðru sæti. Önnur samkonar rannsókn fer fram ár hvert hjá Kelley Blue Book en þar er miðað við verðfall bíla eftir 5 ár. Hjá Kelley Blue Book náði Toyota efsta sætinu og halda Toyota bílar 46,1% af söluverði sínu eftir 5 ár og hafði það hlutfall hækkað um 2,1% frá því í fyrra. Er þetta þriðja árið í röð sem Toyota trónir efst á þeirra lista. Lexus var hæst lúxusbíla hjá Kelley en bílar Lexus halda 45,6% af upprunanlegu verði eftir 5 ár. Í öðru sæti varð Audi. Meðalsöluverð allra notaðra bíla í könnun Kelley var 39,7% af upphaflegu verði.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent