Skiptar skoðanir um skuldaniðurfellingar meðal fræðimanna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 22:21 Menn eru ekki á eitt sáttir með aðgerðir ríkisstjórnarinnar í dag. Skiptar skoðanir eru meðal hagfræðinga um skuldaniðurfellingar ríkisstjórnarinnar.„Mun skárri en ég hefði þorað að vona“ Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla í New York, segir aðgerðirnar mun skárri en hann hefði þorað að vona. Hann segir á Facebook síðu sinni að í fyrsta lagi sé pakkinn helmingi minni en stundum hafi verið talað um og lofað, það er 150 milljarðar en ekki 300 milljarðar króna. Þá er hann í öðru lagi ánægður með að hámark sé á skuldaniðurfellingu hvers aðila upp á fjórar milljónir króna sem setur þak á fjáraustur til stóreignafólks. Í þriðja lagi nefnir Jón að hann sé sáttur við að verulegur hluti sé fjármagnaður í gegnum bankaskatt svo áhrifin á ríkissjóð eru líklega innan við 100 milljarða króna. Þó telur hann mikilvægt að hafa hugfast að skattaívilnun varðandi séreignasparnað komi niður á afkomu ríkissjóðs. Jón segir aðgerðirnar auðvitað verða baggi á ríkissjóð sem ekki megi við slíku. En miðað við eindregin vilja landsmanna til þess að leggja slíkan bagga á ríkissjóð og skattgreiðendur þá telur hann vel mega við una ef þessi pakki setur endahnútinn á þetta mál allt saman.„Þetta er með nokkrum ólíkindum“ Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði og fyrrverandi efnhags- og viðskiptaráðherra, segir á sinni Facebook síðu að málið sé með nokkrum ólíkindum. Hann segir ekki búið að tryggja neitt fjármagn til skuldaniðurfellingarinnar. Ríkið borgi þetta þegar það hafi fengið einhvern annan til að borga. Þannig að það sem verður fellt niður að nafninu til fellur í raun ekki niður fyrr en síðar - og þá aðeins ef það tekst að skrapa saman pening. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal hagfræðinga um skuldaniðurfellingar ríkisstjórnarinnar.„Mun skárri en ég hefði þorað að vona“ Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla í New York, segir aðgerðirnar mun skárri en hann hefði þorað að vona. Hann segir á Facebook síðu sinni að í fyrsta lagi sé pakkinn helmingi minni en stundum hafi verið talað um og lofað, það er 150 milljarðar en ekki 300 milljarðar króna. Þá er hann í öðru lagi ánægður með að hámark sé á skuldaniðurfellingu hvers aðila upp á fjórar milljónir króna sem setur þak á fjáraustur til stóreignafólks. Í þriðja lagi nefnir Jón að hann sé sáttur við að verulegur hluti sé fjármagnaður í gegnum bankaskatt svo áhrifin á ríkissjóð eru líklega innan við 100 milljarða króna. Þó telur hann mikilvægt að hafa hugfast að skattaívilnun varðandi séreignasparnað komi niður á afkomu ríkissjóðs. Jón segir aðgerðirnar auðvitað verða baggi á ríkissjóð sem ekki megi við slíku. En miðað við eindregin vilja landsmanna til þess að leggja slíkan bagga á ríkissjóð og skattgreiðendur þá telur hann vel mega við una ef þessi pakki setur endahnútinn á þetta mál allt saman.„Þetta er með nokkrum ólíkindum“ Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði og fyrrverandi efnhags- og viðskiptaráðherra, segir á sinni Facebook síðu að málið sé með nokkrum ólíkindum. Hann segir ekki búið að tryggja neitt fjármagn til skuldaniðurfellingarinnar. Ríkið borgi þetta þegar það hafi fengið einhvern annan til að borga. Þannig að það sem verður fellt niður að nafninu til fellur í raun ekki niður fyrr en síðar - og þá aðeins ef það tekst að skrapa saman pening.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira