Tuttugu plötur hafa verið valdar á Úrvalslista Kraums en 18. desember verður tilkynnt hvaða sex plötur af þessum tuttugu koma til með að skipa Kraumslistann 2013.
Markmið Kraumslistans er „að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með sérstöku tilliti til þeirra sem yngri eru,“ eins og segir í tilkynningu. „Viðurkenna og vekja sérstaka athygli hér heima og erlendis á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.“
Framkvæmd Kraumslistans 2013 fer fram með þeim hætti að níu manna dómnefnd útnefnir tuttugu plötur á Úrvalslista Kraums en við Úrvalslistanum tekur svo tuttugu manna dómnefnd og velur hún bestu plöturnar í leynilegri kosningu þannig að eftir standa sex verðlaunaplötur.
Í Öldungaráði, sem vann að forvalinu, áttu sæti ásamt Árna Matthíassyni, formanni dómnefndar, þau Benedikt Reynisson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Ólafur Halldór Ólafsson, Ragnheiður Eiríksdóttir, Trausti Júlíusson, Valdís Thor og Þórunn Edda Magnúsdóttir.
Úrvalslisti Kraums 2013 – listinn er birtur í stafrófsröð:
Benni Hemm Hemm - Eliminate Evil, Revive Good Times
Cell7 – Cellf
Daníel Bjarnason - Over Light Earth
Dj. flugvél og geimskip - Glamúr í geimnum
Futuregrapher, Gallery Six & Veronique – Crystal Lagoon (EP)
Grísalappalísa - Ali
Gunnar Andreas Kristinsson - Patterns
Jóhann Kristinsson - Headphones
Just Another Snake Cult - Cupid Makes A Fool of Me
Lay Low - Talking About The Weather
Mammút - Komdu til mín svarta systir
Múm - Smilewound
Per:Segulsvið - Tónlist fyrir Hana
Ruxpin - This Time We Go Together
Samúel J. Samúelsson Big Band - 4 hliðar
Sin Fang - Flowers
Strigaskór nr. 42 - Armadillo
Tilbury - Northern Comfort
Úlfur - White Mountain
Þórir Georg - Ælulykt
Tuttugu plötur á Úrvalslista Kraums
