Audi Q1 verður framleiddur Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2013 08:45 Í gær tilkynnti Audi að grænt ljós væri komið á framleiðslu Q1 jepplingsins og kemur hann á markað árið 2016. Hann verður sá minnsti í Q-röð jeppa og jepplinga fyrirtækisins sem nú telja þegar Q3, RS Q3, Q5, SQ5 og Q7 jeppann. Þessi smái jepplingur verður byggður á MQB undirvagninum og þá líklega af svipaðri stærð og er undir Audi A3 fólksbílnum. Hann verður smíðaður í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Ekki liggur fyrir hvort hann verður eins og bíllinn sem hér sést og fékk nafnið Audi Crosslane Coupe Concept, en vonandi verður svo því hann er ári smekklegur. Þessi ákvörðun Audi kemur ekki á óvart þar sem mikill vöxtur er í sölu á minni gerðum jepplinga og heimsbyggðin virðist alls ekki södd á jepplingum almennt. Q-lína Audi taldi 30% af heildarsölu Audi á síðasta ári og gæti enn vaxið með þessu útspili. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Í gær tilkynnti Audi að grænt ljós væri komið á framleiðslu Q1 jepplingsins og kemur hann á markað árið 2016. Hann verður sá minnsti í Q-röð jeppa og jepplinga fyrirtækisins sem nú telja þegar Q3, RS Q3, Q5, SQ5 og Q7 jeppann. Þessi smái jepplingur verður byggður á MQB undirvagninum og þá líklega af svipaðri stærð og er undir Audi A3 fólksbílnum. Hann verður smíðaður í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Ekki liggur fyrir hvort hann verður eins og bíllinn sem hér sést og fékk nafnið Audi Crosslane Coupe Concept, en vonandi verður svo því hann er ári smekklegur. Þessi ákvörðun Audi kemur ekki á óvart þar sem mikill vöxtur er í sölu á minni gerðum jepplinga og heimsbyggðin virðist alls ekki södd á jepplingum almennt. Q-lína Audi taldi 30% af heildarsölu Audi á síðasta ári og gæti enn vaxið með þessu útspili.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent