BMW i3 klikkar á árekstrarprófi NCAP Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2013 11:30 Rafmagnsbíllinn BMW i3. Rafmagnsbíllinn nýi frá BMW, i3 fékk fjórar stjörnur af fimm í árekstrarprófi NCAP nýverið og verður það að teljast nokkuð áfallt fyrir þýska framleiðandann. Koltrefjarnar sem yfirbygging bílsins er smíðuð úr reyndust mjög sterkar en en öryggi í hliðarárekstri reyndist ekki með besta móti. Sama átti við öryggi gangandi vegfarenda vegna framenda bílsins. Fjórar stjörnur af fimm í árekstrarprófi NCAP er svo sem ekki alslæmt, en BMW hafði vonast til þess að þessi nýi bíll fengi hæstu einkunn, þ.e. 5 stjörnur. Það hafa nýju bílarnir Mazda3, Suzuki SX4, Mercedes Benz CLA, Peugeot 308 og 2008, Mitsubishi Outlander, Jeep Cherokee, og Maserati Ghibli fengið. Meira að segja kínverski bíllinn Qorus 3 fékk fimm stjörnur hjá NCAP fyrir stuttu. Því er gleðin á BMW heimilinu ekki svo mikil með þessa einkunn i3 bílsins. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Rafmagnsbíllinn nýi frá BMW, i3 fékk fjórar stjörnur af fimm í árekstrarprófi NCAP nýverið og verður það að teljast nokkuð áfallt fyrir þýska framleiðandann. Koltrefjarnar sem yfirbygging bílsins er smíðuð úr reyndust mjög sterkar en en öryggi í hliðarárekstri reyndist ekki með besta móti. Sama átti við öryggi gangandi vegfarenda vegna framenda bílsins. Fjórar stjörnur af fimm í árekstrarprófi NCAP er svo sem ekki alslæmt, en BMW hafði vonast til þess að þessi nýi bíll fengi hæstu einkunn, þ.e. 5 stjörnur. Það hafa nýju bílarnir Mazda3, Suzuki SX4, Mercedes Benz CLA, Peugeot 308 og 2008, Mitsubishi Outlander, Jeep Cherokee, og Maserati Ghibli fengið. Meira að segja kínverski bíllinn Qorus 3 fékk fimm stjörnur hjá NCAP fyrir stuttu. Því er gleðin á BMW heimilinu ekki svo mikil með þessa einkunn i3 bílsins.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent