Ozzy segir stjórnmálamenn notfæra sér dauða Mandela Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. desember 2013 16:20 Ozzy Osbourne (t.v.) segir það vera orðið klisju að stjórnmálamenn láti mynda sig með Nelson Mandela. myndir/getty Rokkarinn Ozzy Osbourne gagnrýnir stjórnmálamenn og segir þá notfæra sér dauða Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, til þess að bæta eigin ímynd. Í viðtali við breska tónlistartímaritið NME segist Osbourne þó ekki snerta á stjórnmálum. „Ég læt Bono um það. Hann er væntanlega ekki ánægður, nú þegar besti vinur hans (Mandela) er fallinn frá. En ég er ekki pólitískur. Ég söng lög um stjórnmál, stríð og fleira, en þeir (stjórnmálamenn) eru allir lygarar fyrir mér.“ Osbourne segir að fráfall Mandela sé sorglegt vegna þess að Mandela hafi verið tákn vonar fyrir marga. „En það er orðin klisja að láta mynda sig með Mandela. Hann virkaði eins og góður gaur en hann var 95 ára. Ég er viss um að hann hafi verið orðinn þreyttur.“ Þetta hefur verið viðburðaríkt ár fyrir þennan 65 ára gamla söngvara, sem skaust upp á stjörnuhimininn sem meðlimur hljómsveitarinnar Black Sabbath á áttunda áratug síðustu aldar. Í janúar sendi sveitin frá sér sína nítjándu hljóðversplötu, plötuna 13.Þá játaði söngvarinn það fyrir aðdáendum sínum í apríl að hann hefði undangengið eina og hálfa ár drukkið og notað fíkniefni, en hann hafði verið edrú í tæpan áratug. Myndband lagsins God Is Dead? af plötunni 13. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Rokkarinn Ozzy Osbourne gagnrýnir stjórnmálamenn og segir þá notfæra sér dauða Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, til þess að bæta eigin ímynd. Í viðtali við breska tónlistartímaritið NME segist Osbourne þó ekki snerta á stjórnmálum. „Ég læt Bono um það. Hann er væntanlega ekki ánægður, nú þegar besti vinur hans (Mandela) er fallinn frá. En ég er ekki pólitískur. Ég söng lög um stjórnmál, stríð og fleira, en þeir (stjórnmálamenn) eru allir lygarar fyrir mér.“ Osbourne segir að fráfall Mandela sé sorglegt vegna þess að Mandela hafi verið tákn vonar fyrir marga. „En það er orðin klisja að láta mynda sig með Mandela. Hann virkaði eins og góður gaur en hann var 95 ára. Ég er viss um að hann hafi verið orðinn þreyttur.“ Þetta hefur verið viðburðaríkt ár fyrir þennan 65 ára gamla söngvara, sem skaust upp á stjörnuhimininn sem meðlimur hljómsveitarinnar Black Sabbath á áttunda áratug síðustu aldar. Í janúar sendi sveitin frá sér sína nítjándu hljóðversplötu, plötuna 13.Þá játaði söngvarinn það fyrir aðdáendum sínum í apríl að hann hefði undangengið eina og hálfa ár drukkið og notað fíkniefni, en hann hafði verið edrú í tæpan áratug. Myndband lagsins God Is Dead? af plötunni 13.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira