Fá gullplötuna afhenta í Efstaleiti Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. desember 2013 15:13 Börn Loka, plata Skálmaldar frá því í fyrra, hefur selst í meira en fimm þúsund eintökum. mynd/vilhelm Önnur breiðskífa Skálmaldar, Börn Loka sem kom út 2012, hefur rofið gullplötumúrinn og selst í yfir fimm þúsund eintökum hér á landi. Formleg afhending gullplötunnar fer fram í höfuðstöðvum RÚV, en það var hljómsveitin sjálf sem óskaði eftir því. „Í fyrsta lagi viljum við þakka óskaplega vel fyrir okkur, þetta er með ólíkindum, og ekkert sjálfgefið að jaðartónlist á borð við okkar hljóti náð fyrir eyrum almennings,“ segir í tilkynningu frá Skálmöld. „Í upphafi, þegar flestir höfðu sjálfsagt stimplað okkur sem durta og hávaðaseggi, var það Rás 1 sem reið á vaðið. Víðsjá hafði þá stutta umfjöllun um Skálmöld, tilurð og textagerð, og spilaði að endingu lag með okkur. Og þetta var í fyrsta sinn sem Skálmöld hljómaði í útvarpi, takið eftir því. Rásin hefur síðan reglulega fjallað um okkur, en Rás 2 þó sennilega enn meira.“ Sveitin segir grundvöll fyrir gullplötunni vera stuðning fólks sem flest kynntist tónlist sveitarinnar, með beinum eða óbeinum hætti, fyrir tilstuðlan RÚV. „Fyrir hljómsveit sem kemur skakkt á meginstrauma vinsældarútvarps væru engir ljósvakavegir færir í átt til almennings án RÚV. Í ljósi þess að þessa gleðistund á ferli Skálmaldar ber upp á tíma niðurrifs og –lægingar útvarpsins okkar, höfum við borið upp þá ósk að formleg afhending fari fram innan veggja í Efstaleitinu. Með þessu viljum við auðvitað sýna þakklæti en ekki síður lýsa formlega yfir skýlausum stuðningi við RÚV, og mótmælum jafnframt harkalega yfirstandandi niðurskurði og dónaskap. Takk RÚV, þú ert snillingur!“Afhending gullplötunnar fer fram klukkan 16.30 á morgun í Útvarpshúsinu, Efstaleiti 1. Skálmöld ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu í nóvember. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Önnur breiðskífa Skálmaldar, Börn Loka sem kom út 2012, hefur rofið gullplötumúrinn og selst í yfir fimm þúsund eintökum hér á landi. Formleg afhending gullplötunnar fer fram í höfuðstöðvum RÚV, en það var hljómsveitin sjálf sem óskaði eftir því. „Í fyrsta lagi viljum við þakka óskaplega vel fyrir okkur, þetta er með ólíkindum, og ekkert sjálfgefið að jaðartónlist á borð við okkar hljóti náð fyrir eyrum almennings,“ segir í tilkynningu frá Skálmöld. „Í upphafi, þegar flestir höfðu sjálfsagt stimplað okkur sem durta og hávaðaseggi, var það Rás 1 sem reið á vaðið. Víðsjá hafði þá stutta umfjöllun um Skálmöld, tilurð og textagerð, og spilaði að endingu lag með okkur. Og þetta var í fyrsta sinn sem Skálmöld hljómaði í útvarpi, takið eftir því. Rásin hefur síðan reglulega fjallað um okkur, en Rás 2 þó sennilega enn meira.“ Sveitin segir grundvöll fyrir gullplötunni vera stuðning fólks sem flest kynntist tónlist sveitarinnar, með beinum eða óbeinum hætti, fyrir tilstuðlan RÚV. „Fyrir hljómsveit sem kemur skakkt á meginstrauma vinsældarútvarps væru engir ljósvakavegir færir í átt til almennings án RÚV. Í ljósi þess að þessa gleðistund á ferli Skálmaldar ber upp á tíma niðurrifs og –lægingar útvarpsins okkar, höfum við borið upp þá ósk að formleg afhending fari fram innan veggja í Efstaleitinu. Með þessu viljum við auðvitað sýna þakklæti en ekki síður lýsa formlega yfir skýlausum stuðningi við RÚV, og mótmælum jafnframt harkalega yfirstandandi niðurskurði og dónaskap. Takk RÚV, þú ert snillingur!“Afhending gullplötunnar fer fram klukkan 16.30 á morgun í Útvarpshúsinu, Efstaleiti 1. Skálmöld ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu í nóvember.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira