Gengið frá leigu á Mýrarkvísl Karl Lúðvíksson skrifar 15. desember 2013 11:00 Þær halda áfram að berast fréttirnir af útboðsmálum laxveiðiánna og ekki er útséð ennþá með að öll kurl séu komin til grafar ennþá en óvissa er um áframhald leigumála í nokkrum ám. Svo koma góðar fréttir af leigumálum áa sem margir veiðimenn halda mikið upp á en ein af þeim er Mýrarkvísl. Áin er fjölbreytt og skemmtileg sem gerir hana ákaflega gefandi sem veiðiá, en það var þó ekki nóg til að koma henni út í útboði í fyrra. Núna hefur áin hins vegar ratað í góðar hendur hjá Þeim Jónasi Jónssyni og Mattíasi Þór Hákonarsyni sem meðal annars reka verslanirnar Veiðivörur. Áin er leigð til þriggja ára og það verður eingöngu veitt á flugu. Það er von að nú verði hægt að komast í þessa skemmtilegu á aftur en hún var lokuð í fyrra þegar útboðið gekk ekki eftir sem skildi. Á næstu vikum á svo eftir að skýrast með framhald leigumála í nokkrum ám en fyrr en það skýrist verða engar getgátur settar á prent með útkomu þeirra samninga. Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Byssusýning Veiðisafnins um næstu helgi Veiði Nær Hróarslækur sér á strik 2012 Veiði Opið hús hjá SVFR í kvöld Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði Um 43 prósenta minni laxveiði Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Veiði hafin í Laxá í Mý Veiði
Þær halda áfram að berast fréttirnir af útboðsmálum laxveiðiánna og ekki er útséð ennþá með að öll kurl séu komin til grafar ennþá en óvissa er um áframhald leigumála í nokkrum ám. Svo koma góðar fréttir af leigumálum áa sem margir veiðimenn halda mikið upp á en ein af þeim er Mýrarkvísl. Áin er fjölbreytt og skemmtileg sem gerir hana ákaflega gefandi sem veiðiá, en það var þó ekki nóg til að koma henni út í útboði í fyrra. Núna hefur áin hins vegar ratað í góðar hendur hjá Þeim Jónasi Jónssyni og Mattíasi Þór Hákonarsyni sem meðal annars reka verslanirnar Veiðivörur. Áin er leigð til þriggja ára og það verður eingöngu veitt á flugu. Það er von að nú verði hægt að komast í þessa skemmtilegu á aftur en hún var lokuð í fyrra þegar útboðið gekk ekki eftir sem skildi. Á næstu vikum á svo eftir að skýrast með framhald leigumála í nokkrum ám en fyrr en það skýrist verða engar getgátur settar á prent með útkomu þeirra samninga.
Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Byssusýning Veiðisafnins um næstu helgi Veiði Nær Hróarslækur sér á strik 2012 Veiði Opið hús hjá SVFR í kvöld Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði Um 43 prósenta minni laxveiði Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Veiði hafin í Laxá í Mý Veiði