Vonast eftir þjóðarsátt um fjárlög ríkisstjórnarinnar Höskuldur Kári Schram skrifar 13. desember 2013 15:20 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis vonast eftir þjóðarsátt um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún gagnrýndi harkalega niðurskurðaraðgerðir síðustu ríkisstjórnar í heilbrigðismálum. Vigdís mælti fyrir nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar þegar önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst á Alþingi í dag. „Segja má að forgangsröðun sú sem birtist í nefndaráliti meirihlutans sé þjóðarsátt um fjárlög ársins 2014. Við reisum við heilbrigðiskerfið sem holað var að innan í tíð síðustu ríkisstjórnar jafnt á Reykjavíkursvæðinu sem og á landsbyggðinni. Við forgangsröðum í þágu fólksins í landinu öllu í grunnþjónustunni og þá sleppum við óþarfanum sem sumir kalla gæluverkefni fyrri ríkisstjórnar. Við náum að snúa af braut hömlulausra útgjalda í ríkisrekstri í það að skila hallalausum fjárlögum og meira að segja að skila örlitlum afgangi,“ sagði Vigdís. Hún vonast eftir breiðri sátt um frumvarpið. „Það er von okkar að um þessi fjárlög skapist góð samstaða og litið verði á þau sem undirbúning að því að snúa við óheillaþróun í rekstri ríkissjóðs og hefja von bráðar niðurgreiðslu á ríkisskuldum sem er brýn nauðsyn svo Íslendingum farnist vel í framtíðinni og landið haldið efnahagslegu sjálfstæðis,“ sagði Vigdís. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi velferðarráðherra, sagði að gagnrýni Vigdísar væri ómálefnaleg og ekki til þess fallin að ýta undir málefnalega umræðu um fjárlögin. „Ég verð að viðurkenna að maður bregður við þegar lagt er út í faglega og málefnalega umræðu sem hér á eftir að standa næstu daga með orðunum að hér hafi orðið hömlulaus útgjöld á síðustu árum. Hömlulaus útgjöld. Þar sem búið er að skera niður frá því að vera með 14% halla á landsframleiðslu niður í 1%. Við erum að tala um að menn hafi tekið við villandi búi hvað sem það þýðir. Að tekjuáætlun á þessu ári hafi verið byggð á lofti, innihaldslaus með öllu eins og hér er sagt. Ég verð að biðjast undan svona málflutningi í sambandi við fjárlög,“ sagði Guðbjartur. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis vonast eftir þjóðarsátt um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún gagnrýndi harkalega niðurskurðaraðgerðir síðustu ríkisstjórnar í heilbrigðismálum. Vigdís mælti fyrir nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar þegar önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst á Alþingi í dag. „Segja má að forgangsröðun sú sem birtist í nefndaráliti meirihlutans sé þjóðarsátt um fjárlög ársins 2014. Við reisum við heilbrigðiskerfið sem holað var að innan í tíð síðustu ríkisstjórnar jafnt á Reykjavíkursvæðinu sem og á landsbyggðinni. Við forgangsröðum í þágu fólksins í landinu öllu í grunnþjónustunni og þá sleppum við óþarfanum sem sumir kalla gæluverkefni fyrri ríkisstjórnar. Við náum að snúa af braut hömlulausra útgjalda í ríkisrekstri í það að skila hallalausum fjárlögum og meira að segja að skila örlitlum afgangi,“ sagði Vigdís. Hún vonast eftir breiðri sátt um frumvarpið. „Það er von okkar að um þessi fjárlög skapist góð samstaða og litið verði á þau sem undirbúning að því að snúa við óheillaþróun í rekstri ríkissjóðs og hefja von bráðar niðurgreiðslu á ríkisskuldum sem er brýn nauðsyn svo Íslendingum farnist vel í framtíðinni og landið haldið efnahagslegu sjálfstæðis,“ sagði Vigdís. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi velferðarráðherra, sagði að gagnrýni Vigdísar væri ómálefnaleg og ekki til þess fallin að ýta undir málefnalega umræðu um fjárlögin. „Ég verð að viðurkenna að maður bregður við þegar lagt er út í faglega og málefnalega umræðu sem hér á eftir að standa næstu daga með orðunum að hér hafi orðið hömlulaus útgjöld á síðustu árum. Hömlulaus útgjöld. Þar sem búið er að skera niður frá því að vera með 14% halla á landsframleiðslu niður í 1%. Við erum að tala um að menn hafi tekið við villandi búi hvað sem það þýðir. Að tekjuáætlun á þessu ári hafi verið byggð á lofti, innihaldslaus með öllu eins og hér er sagt. Ég verð að biðjast undan svona málflutningi í sambandi við fjárlög,“ sagði Guðbjartur.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira