Fjórir strokkar í Porsche Macan og Boxster Finnur Thorlacius skrifar 11. desember 2013 10:30 Porsche Macan. Bílaframleiðandinn Porsche hefur ekki framleitt 4 strokka vélar frá því árið 1995, þegar hætt var að framleiða Porsche 968. Nú er Porsche hinsvegar með áform um að framleiða fjögurra strokka vélar bæði í jepplinginn nýja, Macan, en einnig í Boxtser sportbílinn. Porsche Macan var kynntur rétt um daginn í Los Angeles og þá eingöngu með 6 strokka vélum, 340 og 400 hestafla bensínvélum og 258 hestafla dísilvél. Það var reyndar alveg ljóst að Porsche myndi bjóða Macan seinna meir með aflminni og eyðslugrennri vélum, en þær verða semsagt fjögurra strokka. Fjögurra strokka vélar Porsche verða líklega 2,0 lítra, bæði bensínvél og dísilvél. Bensínvélin verður þrátt fyrir lítið sprengirými ári öflug, eða 280 hestöfl. Bensínvélin er ættuð frá Volkswagen, móðurfyrirtæki Porsche og því verður hún ekki Boxer vél. Porsche framleiðir hinsvegar dísilvélina og því má búast við að hún verði með Boxer lagi. Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent
Bílaframleiðandinn Porsche hefur ekki framleitt 4 strokka vélar frá því árið 1995, þegar hætt var að framleiða Porsche 968. Nú er Porsche hinsvegar með áform um að framleiða fjögurra strokka vélar bæði í jepplinginn nýja, Macan, en einnig í Boxtser sportbílinn. Porsche Macan var kynntur rétt um daginn í Los Angeles og þá eingöngu með 6 strokka vélum, 340 og 400 hestafla bensínvélum og 258 hestafla dísilvél. Það var reyndar alveg ljóst að Porsche myndi bjóða Macan seinna meir með aflminni og eyðslugrennri vélum, en þær verða semsagt fjögurra strokka. Fjögurra strokka vélar Porsche verða líklega 2,0 lítra, bæði bensínvél og dísilvél. Bensínvélin verður þrátt fyrir lítið sprengirými ári öflug, eða 280 hestöfl. Bensínvélin er ættuð frá Volkswagen, móðurfyrirtæki Porsche og því verður hún ekki Boxer vél. Porsche framleiðir hinsvegar dísilvélina og því má búast við að hún verði með Boxer lagi.
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent