Hinn mystíski draumaheimur Freyr Bjarnason skrifar 17. janúar 2013 12:00 Oyama gefur út sína fyrstu EP-plötu á mánudag. Mynd/Magnús Anderson og Hrefna Sigurðardóttir Hljómsveitin Oyama gefur út sína fyrstu EP-plötu á mánudaginn. Hún nefnist I Wanna og inniheldur sex lög, þar á meðal fyrsta smáskífulagið Everything Some of the Time. Sveitin hóf störf fyrir um ári og spilar melódískt hávaðarokk. "Í kringum páskaleytið í fyrra kom Júlía söngkona loksins inn og þá varð þetta eins og þetta er núna," segir bassaleikarinn Bergur Anderson. Meðlimirnir koma úr ýmsum hljómsveitum af höfuðborgarsvæðinu, eða Swords of Chaos, Sudden Weather Change, Útidúr, We Painted the Walls og Me, the Slumbering Napoleon. Platan er unnin algjörlega af hljómsveitinni sjálfri. Hún er óður til svefns og tengjast öll lögin svefni á einhvern hátt. Einnig koma við sögu draugar, draumar, nostalgía, melankólía og aðrir lífsins fylgifiskar. "Hinn mystíski draumaheimur svefnsins er mjög áhugaverður út af fyrir sig. Hvað gerist á meðan og hvaða leyndarmál koma upp á yfirborðið án þess að maður viti af því? Hið ómeðvitaða og hið frjálsa ræður ríkjum," segir Bergur. Útgáfutónleikar verða haldnir á Faktorý föstudaginn 25. janúar. Einnig koma fram Tilbury og Samaris. Tónleikarnir hefjast upp úr klukkan 22. Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Oyama gefur út sína fyrstu EP-plötu á mánudaginn. Hún nefnist I Wanna og inniheldur sex lög, þar á meðal fyrsta smáskífulagið Everything Some of the Time. Sveitin hóf störf fyrir um ári og spilar melódískt hávaðarokk. "Í kringum páskaleytið í fyrra kom Júlía söngkona loksins inn og þá varð þetta eins og þetta er núna," segir bassaleikarinn Bergur Anderson. Meðlimirnir koma úr ýmsum hljómsveitum af höfuðborgarsvæðinu, eða Swords of Chaos, Sudden Weather Change, Útidúr, We Painted the Walls og Me, the Slumbering Napoleon. Platan er unnin algjörlega af hljómsveitinni sjálfri. Hún er óður til svefns og tengjast öll lögin svefni á einhvern hátt. Einnig koma við sögu draugar, draumar, nostalgía, melankólía og aðrir lífsins fylgifiskar. "Hinn mystíski draumaheimur svefnsins er mjög áhugaverður út af fyrir sig. Hvað gerist á meðan og hvaða leyndarmál koma upp á yfirborðið án þess að maður viti af því? Hið ómeðvitaða og hið frjálsa ræður ríkjum," segir Bergur. Útgáfutónleikar verða haldnir á Faktorý föstudaginn 25. janúar. Einnig koma fram Tilbury og Samaris. Tónleikarnir hefjast upp úr klukkan 22.
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira