Kjartan Sveinsson er hættur í Sigur Rós Freyr Bjarnason skrifar 25. janúar 2013 07:00 Kjartan Sveinsson (lengst til vinstri) ásamt fyrrum félögum sínum í Sigur Rós.fréttablaðið/gva Hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson er hættur í hljómsveitinni Sigur Rós eftir að hafa verið meðlimur hennar í fimmtán ár. Fréttablaðið fékk þetta staðfest úr herbúðum sveitarinnar í gær. Sigur Rós verður framvegis þriggja manna hljómsveit, skipuð stofnmeðlimunum Jóni Þóri Birgissyni og Georg Holm, og Orra Páli Dýrasyni. Enginn liðsmaður verður fenginn í stað Kjartans, nema á tónleikaferðum. Sigur Rós er á síðustu metrunum að klára nýja plötu sem er væntanleg síðar á þessu ári. Upptökur hófust hér á landi í fyrra en hafa staðið yfir í Los Angeles að undanförnu, án aðkomu Kjartans. Brotthvarf hans hefur legið í loftinu í nokkurn tíma. Þrátt fyrir að hafa spilað inn á síðustu plötu Sigur Rósar, Valtari, tók Kjartan ekki þátt í tónleikaferð um heiminn til að fylgja henni eftir. Samningur Sigur Rósar við stórfyrirtækið EMI, sem hefur gefið út síðustu plötur sveitarinnar í Evrópu og í Asíu, rann út eftir útgáfu Valtara. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vildi Kjartan virða samninginn við EMI áður en hann hyrfi á braut. Kjartan vildi ekki ræða við Fréttablaðið um brotthvarf sitt. Hann ætlar að halda áfram að semja kvikmyndatónlist og starfa sem upptökustjóri, auk þess sem hann er eigandi hljóðversins Sundlaugarinnar ásamt Birgi Jóni Birgissyni. Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson er hættur í hljómsveitinni Sigur Rós eftir að hafa verið meðlimur hennar í fimmtán ár. Fréttablaðið fékk þetta staðfest úr herbúðum sveitarinnar í gær. Sigur Rós verður framvegis þriggja manna hljómsveit, skipuð stofnmeðlimunum Jóni Þóri Birgissyni og Georg Holm, og Orra Páli Dýrasyni. Enginn liðsmaður verður fenginn í stað Kjartans, nema á tónleikaferðum. Sigur Rós er á síðustu metrunum að klára nýja plötu sem er væntanleg síðar á þessu ári. Upptökur hófust hér á landi í fyrra en hafa staðið yfir í Los Angeles að undanförnu, án aðkomu Kjartans. Brotthvarf hans hefur legið í loftinu í nokkurn tíma. Þrátt fyrir að hafa spilað inn á síðustu plötu Sigur Rósar, Valtari, tók Kjartan ekki þátt í tónleikaferð um heiminn til að fylgja henni eftir. Samningur Sigur Rósar við stórfyrirtækið EMI, sem hefur gefið út síðustu plötur sveitarinnar í Evrópu og í Asíu, rann út eftir útgáfu Valtara. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vildi Kjartan virða samninginn við EMI áður en hann hyrfi á braut. Kjartan vildi ekki ræða við Fréttablaðið um brotthvarf sitt. Hann ætlar að halda áfram að semja kvikmyndatónlist og starfa sem upptökustjóri, auk þess sem hann er eigandi hljóðversins Sundlaugarinnar ásamt Birgi Jóni Birgissyni.
Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira