Ein sú eftirsóttasta í Hollywood 26. janúar 2013 07:00 Jessica Chastain á Golden Globe-hátíðinni þar sem hún var verðlaunuð fyrir leik sinn í Zero Dark Thirty.nordicphotos/getty Bandaríska leikkonan Jessica Chastain leikur aðalhlutverkið í tveimur vinsælustu kvikmyndunum vestanhafs, samkvæmt tekjulista sem var birtur eftir síðustu helgi. Afar fátítt er að sama manneskjan leiki í tveimur efstu myndunum og jafnvel enn fátíðara að um leikkonu sé að ræða. Þessar tvær toppmyndir eru hryllingsmyndin Mama og Zero Dark Thirty. Fyrir hlutverk sitt í síðarnefndu myndinni, sem fjallar um leitina að Osama bin Laden, var Chastain tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. Mama fjallar um parið Lucas og Annebel sem ákveður að ala upp tvær litlar frænkur Lucas sem voru skildar eftir aleinar í skógi fimm árum áður. Chastain hefur risið hratt upp á stjörnuhiminninn að undanförnu og er hún orðin ein eftirsóttasta leikkonan í Hollywood. Skemmst er að minnast þess er hún hlaut Golden Globe-verðlaunin sem besta aðalleikkonan fyrir hlutverkið í Zero Dark Thirty. Þessi 35 ára Kaliforníumær gekk í Juilliard-leiklistarskólann eftir að hafa fengið styrk frá Robin Williams. Þorvaldur Davíð Kristjánsson varð einmitt fyrsti Íslendingurinn til að komast inn í leiklistardeild Juilliard og hann hlaut einnig Robin Williams-styrk eftir að hann var kominn í skólann. Chastain hóf feril sinn í sjónvarpsþáttum á borð við ER, Veronica Mars, Law & Order og bresku þáttunum Agatha Christie‘s Poirot. Árið 2011 var hennar ár því þá komu út sjö kvikmyndir með henni, þar á meðal The Tree of Life í leikstjórn Terrence Malick, Texas Killing Fields og The Help. Hún hlaut tilnefningu til Óskarsins fyrir þá síðastnefndu. Auk Mama og Zero Dark Thirty eru tvær nýjar myndir væntanlegar frá Chastain, eða tvíburamyndirnar The Disappearance of Eleanor Rigby: His og The Disappearance of Eleanor Rigby: Hers þar sem hún leikur á móti James McAvoy. Golden Globes Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Bandaríska leikkonan Jessica Chastain leikur aðalhlutverkið í tveimur vinsælustu kvikmyndunum vestanhafs, samkvæmt tekjulista sem var birtur eftir síðustu helgi. Afar fátítt er að sama manneskjan leiki í tveimur efstu myndunum og jafnvel enn fátíðara að um leikkonu sé að ræða. Þessar tvær toppmyndir eru hryllingsmyndin Mama og Zero Dark Thirty. Fyrir hlutverk sitt í síðarnefndu myndinni, sem fjallar um leitina að Osama bin Laden, var Chastain tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. Mama fjallar um parið Lucas og Annebel sem ákveður að ala upp tvær litlar frænkur Lucas sem voru skildar eftir aleinar í skógi fimm árum áður. Chastain hefur risið hratt upp á stjörnuhiminninn að undanförnu og er hún orðin ein eftirsóttasta leikkonan í Hollywood. Skemmst er að minnast þess er hún hlaut Golden Globe-verðlaunin sem besta aðalleikkonan fyrir hlutverkið í Zero Dark Thirty. Þessi 35 ára Kaliforníumær gekk í Juilliard-leiklistarskólann eftir að hafa fengið styrk frá Robin Williams. Þorvaldur Davíð Kristjánsson varð einmitt fyrsti Íslendingurinn til að komast inn í leiklistardeild Juilliard og hann hlaut einnig Robin Williams-styrk eftir að hann var kominn í skólann. Chastain hóf feril sinn í sjónvarpsþáttum á borð við ER, Veronica Mars, Law & Order og bresku þáttunum Agatha Christie‘s Poirot. Árið 2011 var hennar ár því þá komu út sjö kvikmyndir með henni, þar á meðal The Tree of Life í leikstjórn Terrence Malick, Texas Killing Fields og The Help. Hún hlaut tilnefningu til Óskarsins fyrir þá síðastnefndu. Auk Mama og Zero Dark Thirty eru tvær nýjar myndir væntanlegar frá Chastain, eða tvíburamyndirnar The Disappearance of Eleanor Rigby: His og The Disappearance of Eleanor Rigby: Hers þar sem hún leikur á móti James McAvoy.
Golden Globes Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira