Áslaug ein sú áhrifamesta í NY Sara McMahon skrifar 11. febrúar 2013 09:00 Áslaug Magnúsdóttir, forstjóri Moda Operandi, er talin einn af áhrifamestu einstaklingum tískuiðnaðarins í New York. mynd/Robert Caplin Áslaug Magnúsdóttir, eigandi Moda Operandi, er á lista Fashionista.com yfir valdamestu einstaklingana í tískuiðnaðinum í New York. Fimmtíu manns eru á listanum, þar á meðal Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue. Á listanum eru alls fimmtíu einstaklingar sem starfa innan tískuiðnaðarins, þar á meðal fatahönnuðir, fyrirsætur, stílistar og forstjórar. Áslaug er í flokki forstjóra, en alls voru sex einstaklingar nefndir í þeim flokki. Fashionista.com taldi Andrew Rosen, forstjóra Theory, fjárfestinn Shana Fisher, Robert Duffy, forstjóra Marc Jacobs, James Gardner, forstjóra Createthe Group og loks Mark Lee, forstjóra verslunarinnar Barneys New York, til áhrifamestu forstjóra og fjárfesta New York. Áslaug er ekki eini starfsmaður Moda Operandi sem komst á lista Fashionista.com því Taylor Tomasi Hill, listrænn stjórnandi Moda Operandi, er nefnd í flokki áhrifamestu innkaupastjóra og listrænna stjórnenda New York. Tomasi Hill er einnig tíður gestur á erlendum götutískubloggum og sótti einnig Ísland heim í tengslum við RFF árið 2012. Aðrir sem komust á listann yfir valdamestu einstaklingana eru Anna Wintour, bloggarinn Bryan Boy og stílistarnir Grace Coddington og Carine Roitfeld. RFF Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Áslaug Magnúsdóttir, eigandi Moda Operandi, er á lista Fashionista.com yfir valdamestu einstaklingana í tískuiðnaðinum í New York. Fimmtíu manns eru á listanum, þar á meðal Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue. Á listanum eru alls fimmtíu einstaklingar sem starfa innan tískuiðnaðarins, þar á meðal fatahönnuðir, fyrirsætur, stílistar og forstjórar. Áslaug er í flokki forstjóra, en alls voru sex einstaklingar nefndir í þeim flokki. Fashionista.com taldi Andrew Rosen, forstjóra Theory, fjárfestinn Shana Fisher, Robert Duffy, forstjóra Marc Jacobs, James Gardner, forstjóra Createthe Group og loks Mark Lee, forstjóra verslunarinnar Barneys New York, til áhrifamestu forstjóra og fjárfesta New York. Áslaug er ekki eini starfsmaður Moda Operandi sem komst á lista Fashionista.com því Taylor Tomasi Hill, listrænn stjórnandi Moda Operandi, er nefnd í flokki áhrifamestu innkaupastjóra og listrænna stjórnenda New York. Tomasi Hill er einnig tíður gestur á erlendum götutískubloggum og sótti einnig Ísland heim í tengslum við RFF árið 2012. Aðrir sem komust á listann yfir valdamestu einstaklingana eru Anna Wintour, bloggarinn Bryan Boy og stílistarnir Grace Coddington og Carine Roitfeld.
RFF Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira