Krónan líklegust til að verða að bitbeini Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. febrúar 2013 07:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í pontu á landsfundi árið 2011. Árið áður bauð Pétur Blöndal sig óvænt fram gegn sitjandi formanni. Í fyrra laut svo Hanna Birna Kristjándóttir í lægra haldi fyrir Bjarna.l Fréttablaðið/Daníe Gjaldmiðilsmál eru talin líklegust til að vera vettvangur átaka á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefst í dag í Laugardalshöll í Reykjavík. Sátt virðist um að efna beri til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið (ESB). Í tillögum efnahagsnefndar Sjálfstæðisflokksins til landsfundar er því haldið fram að króna í höftum geti ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Í tillögunum er sagt að til að losna við gjaldeyrishöft þurfi að hefjast handa við undirbúning um að taka alþjóðlega mynt í notkun. Tillögurnar hafa valdið ákveðnum styr innan flokksins og mun hafa verið þrýst á nefndina að breyta þeim. Þykir sumum innan flokksins sem afstaða nefndarinnar í að lýsa frati á krónuna sé fullbrött. Þannig er í undirbúningi að minnsta kosti ein breytingatillaga vegna þessa. Þannig segist Vilhjálmur Bjarnason, lektor og fjárfestir, sem auk hagfræðinganna Oddgeirs Ottesen og Ólafs Klemenssonar leggur fram breytingatillögu, biðja menn um að gæta hófs í því að tala um Kanadadollar og aðrar myntir. „Menn verða að minnsta kosti að rökstyðja það aðeins betur fyrir mig," segir hann, en telur þó tæpast að þetta verði mikið deiluefni. Heimildir blaðsins herma hins vegar að Evrópumál séu ólíkleg til að verða ásteytingarsteinn á landsfundinum. Bæði fylgismenn og andstæðingar aðildarviðræðna geti sætt sig við að viðræðurnar verði lagðar til hliðar þar til þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram um framhald þeirra. Helst að tekist verði á um tímasetningu slíkrar atkvæðagreiðslu. Þannig munu stuðningsmenn viðræðna sjá á lofti jákvæð teikn í Evrópu sem styðja muni málflutning þeirra þegar fram í sækir, svo sem breytingar á sjávarútvegsstefnu, jákvæðar breytingar sem Bretar standi fyrir og viðræður um fríverslunarsamning Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Þá er talið mögulegt að tekist verði á um skipulagsreglur flokksins, sem breytt var nokkuð á síðasta landsfundi. Breytingarnar sneru að því hvernig skipað væri í nefndir. Það önnuðust áður stofnanir flokksins, en nú er kosið í nefndir á landsfundi og skiptar skoðanir um hvernig til hafi tekist með breytingunni. Fyrir fram er ekki búist við átökum um forystu flokksins. Ekki er vitað til þess að nokkur ætli að bjóða sig fram á móti sitjandi formanni. Hanna Birna Kristjánsdóttir býður sig fram til varaformanns. Dæmi eru hins vegar um frá fyrri tíð að framboð hafi komið fram á landsfundinum sjálfum og því aldrei að vita hvað verður. Kosningar 2013 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Gjaldmiðilsmál eru talin líklegust til að vera vettvangur átaka á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefst í dag í Laugardalshöll í Reykjavík. Sátt virðist um að efna beri til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið (ESB). Í tillögum efnahagsnefndar Sjálfstæðisflokksins til landsfundar er því haldið fram að króna í höftum geti ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Í tillögunum er sagt að til að losna við gjaldeyrishöft þurfi að hefjast handa við undirbúning um að taka alþjóðlega mynt í notkun. Tillögurnar hafa valdið ákveðnum styr innan flokksins og mun hafa verið þrýst á nefndina að breyta þeim. Þykir sumum innan flokksins sem afstaða nefndarinnar í að lýsa frati á krónuna sé fullbrött. Þannig er í undirbúningi að minnsta kosti ein breytingatillaga vegna þessa. Þannig segist Vilhjálmur Bjarnason, lektor og fjárfestir, sem auk hagfræðinganna Oddgeirs Ottesen og Ólafs Klemenssonar leggur fram breytingatillögu, biðja menn um að gæta hófs í því að tala um Kanadadollar og aðrar myntir. „Menn verða að minnsta kosti að rökstyðja það aðeins betur fyrir mig," segir hann, en telur þó tæpast að þetta verði mikið deiluefni. Heimildir blaðsins herma hins vegar að Evrópumál séu ólíkleg til að verða ásteytingarsteinn á landsfundinum. Bæði fylgismenn og andstæðingar aðildarviðræðna geti sætt sig við að viðræðurnar verði lagðar til hliðar þar til þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram um framhald þeirra. Helst að tekist verði á um tímasetningu slíkrar atkvæðagreiðslu. Þannig munu stuðningsmenn viðræðna sjá á lofti jákvæð teikn í Evrópu sem styðja muni málflutning þeirra þegar fram í sækir, svo sem breytingar á sjávarútvegsstefnu, jákvæðar breytingar sem Bretar standi fyrir og viðræður um fríverslunarsamning Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Þá er talið mögulegt að tekist verði á um skipulagsreglur flokksins, sem breytt var nokkuð á síðasta landsfundi. Breytingarnar sneru að því hvernig skipað væri í nefndir. Það önnuðust áður stofnanir flokksins, en nú er kosið í nefndir á landsfundi og skiptar skoðanir um hvernig til hafi tekist með breytingunni. Fyrir fram er ekki búist við átökum um forystu flokksins. Ekki er vitað til þess að nokkur ætli að bjóða sig fram á móti sitjandi formanni. Hanna Birna Kristjánsdóttir býður sig fram til varaformanns. Dæmi eru hins vegar um frá fyrri tíð að framboð hafi komið fram á landsfundinum sjálfum og því aldrei að vita hvað verður.
Kosningar 2013 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira