Nú er röðin komin að öðrum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2013 07:00 Guðmundur lyftir hér bikarnum í 20. skipti. það verður nýr íslandsmeistari í borðtennis á næsta ári.fréttablaðið/vilhelm Guðmundur Eggert Stephensen vann sinn 20. Íslandsmeistaratitil í röð í einliðaleik í borðtennis í gær. Hann segir að nú sé mál að linni og kominn tími á að leyfa öðrum að vinna. Fyrsti titilinn 11 ára gamall. Sigurganga Guðmundar Eggerts Stephensen í íslenska borðtennisheiminum á sér enga hliðstæðu. Hann varð Íslandsmeistari í einliðaleik aðeins 11 ára gamall og hefur haldið titlinum síðan. Hann vann sinn 20. Íslandsmeistaratitil í röð í gær og það sem meira er þá hafði hann ekkert fyrir því. Hann sýndi og sannaði enn eina ferðina að hann er í algjörum sérflokki í íþróttinni hér á landi. „Eini titillinn sem ég man eiginlega eftir er sá fyrsti. Hinir titlarnir renna allir saman í eitt," sagði Guðmundur brosmildur eftir úrslitaleikinn. Þegar hann vann sinn fyrsta titil náði hann rétt upp á borðið en nú er hann fullorðinn maður og faðir. Hann á sjö ára gamla stúlku og konu. „Stelpan mín er í ýmsu eins og ballett en hún á samt lítið borðtennisborð til að æfa sig ef hún vill. Það virðist annars koma mörgum á óvart að ég sé orðinn fullorðinn. Ég er ekki lengur 11 ára. Alltaf þegar ég fer út á land virðist fólk halda að ég sé enn 11 ára. Það segir: Ha, ertu orðinn þrítugur?" Eins og áður segir hefur Guðmundur haft mikla yfirburði í íþróttinni en hvað fær hann út úr því að vinna ár eftir ár? „Það er ýmislegt en núna eru komnir 20 titlar og það er gott. Þetta var því mitt síðasta Íslandsmót í bili. Ég er ekki hættur að spila. Mun spila áfram úti í Hollandi og taka þátt í einhverjum mótum hér heima. Þetta er komið gott af Íslandsmótinu. Nú mega aðrir verða Íslandsmeistarar," sagði Guðmundur, en er hann kominn með móral yfir því að vinna alltaf? „Nei, ég segi það nú ekki alveg. Stundum fær maður samt að heyra að maður sé að einoka eitthvað. Það er neikvætt. Ég hef samt ákveðið að taka mér smá frí. Þegar ég var búinn að vinna tíu ár í röð fór ég að hugsa um hvort þetta væri ekki orðið gott. Hugsaði sama er ég var búinn að vinna fimmtán sinnum í röð en ákvað þá að fara samt upp í tuttugu. Ég held ég geti vel setið uppi í stúku á Íslandsmóti og fylgst með. Ég held að það verði bara gaman." Guðmundur segir að fyrsti titillinn hafi eðlilega verið sá erfiðasti. Hann spilaði þá gegn Kristjáni Jónassyni, sem tók þátt í sínu 40. Íslandsmóti í röð um helgina. Íslandsmeistarinn segist vera sáttur við ferilinn sinn, en hann hefur fengið tækifæri til þess að spila víða um heim. „Ég tók þá ákvörðun að spila fyrir félagslið frekar en á alþjóðamótum fyrir einstaklinga. Það kostar mikinn pening að taka þátt og lítið upp úr því að hafa. Ég spilaði fyrir stórlið í Svíþjóð og hef verið meistari þar, sem og í Frakklandi," segir Guðmundur, sem er búsettur á Íslandi en spilar fyrir félag í Hollandi. „Ég vinn fyrir tengdaforeldra mína í Rafvörumarkaðinum í Fellsmúla. Ég er bara í venjulegri vinnu eins og aðrir. Ég hef aldrei þénað mikla peninga í þessu og ræði helst ekkert peningamálin," sagði Guðmundur og hló dátt, en það var afar létt yfir honum. „Ég þarf alltaf að reyna á mig í þessum mótum en ég er aðeins á undan strákunum enda spilað mikið úti," sagði Guðmundur, en hann viðurkenndi að hafa reynt að búa til sýningu úr leiknum. „Það var um að gera að bjóða upp á smá sýningu enda fjölskyldan mætt og svona. Ég er mjög stoltur af þessum árangri og þetta var skemmtilegasti titillinn í mörg ár. Ég naut mína meira á þessu móti." Innlendar Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira
Guðmundur Eggert Stephensen vann sinn 20. Íslandsmeistaratitil í röð í einliðaleik í borðtennis í gær. Hann segir að nú sé mál að linni og kominn tími á að leyfa öðrum að vinna. Fyrsti titilinn 11 ára gamall. Sigurganga Guðmundar Eggerts Stephensen í íslenska borðtennisheiminum á sér enga hliðstæðu. Hann varð Íslandsmeistari í einliðaleik aðeins 11 ára gamall og hefur haldið titlinum síðan. Hann vann sinn 20. Íslandsmeistaratitil í röð í gær og það sem meira er þá hafði hann ekkert fyrir því. Hann sýndi og sannaði enn eina ferðina að hann er í algjörum sérflokki í íþróttinni hér á landi. „Eini titillinn sem ég man eiginlega eftir er sá fyrsti. Hinir titlarnir renna allir saman í eitt," sagði Guðmundur brosmildur eftir úrslitaleikinn. Þegar hann vann sinn fyrsta titil náði hann rétt upp á borðið en nú er hann fullorðinn maður og faðir. Hann á sjö ára gamla stúlku og konu. „Stelpan mín er í ýmsu eins og ballett en hún á samt lítið borðtennisborð til að æfa sig ef hún vill. Það virðist annars koma mörgum á óvart að ég sé orðinn fullorðinn. Ég er ekki lengur 11 ára. Alltaf þegar ég fer út á land virðist fólk halda að ég sé enn 11 ára. Það segir: Ha, ertu orðinn þrítugur?" Eins og áður segir hefur Guðmundur haft mikla yfirburði í íþróttinni en hvað fær hann út úr því að vinna ár eftir ár? „Það er ýmislegt en núna eru komnir 20 titlar og það er gott. Þetta var því mitt síðasta Íslandsmót í bili. Ég er ekki hættur að spila. Mun spila áfram úti í Hollandi og taka þátt í einhverjum mótum hér heima. Þetta er komið gott af Íslandsmótinu. Nú mega aðrir verða Íslandsmeistarar," sagði Guðmundur, en er hann kominn með móral yfir því að vinna alltaf? „Nei, ég segi það nú ekki alveg. Stundum fær maður samt að heyra að maður sé að einoka eitthvað. Það er neikvætt. Ég hef samt ákveðið að taka mér smá frí. Þegar ég var búinn að vinna tíu ár í röð fór ég að hugsa um hvort þetta væri ekki orðið gott. Hugsaði sama er ég var búinn að vinna fimmtán sinnum í röð en ákvað þá að fara samt upp í tuttugu. Ég held ég geti vel setið uppi í stúku á Íslandsmóti og fylgst með. Ég held að það verði bara gaman." Guðmundur segir að fyrsti titillinn hafi eðlilega verið sá erfiðasti. Hann spilaði þá gegn Kristjáni Jónassyni, sem tók þátt í sínu 40. Íslandsmóti í röð um helgina. Íslandsmeistarinn segist vera sáttur við ferilinn sinn, en hann hefur fengið tækifæri til þess að spila víða um heim. „Ég tók þá ákvörðun að spila fyrir félagslið frekar en á alþjóðamótum fyrir einstaklinga. Það kostar mikinn pening að taka þátt og lítið upp úr því að hafa. Ég spilaði fyrir stórlið í Svíþjóð og hef verið meistari þar, sem og í Frakklandi," segir Guðmundur, sem er búsettur á Íslandi en spilar fyrir félag í Hollandi. „Ég vinn fyrir tengdaforeldra mína í Rafvörumarkaðinum í Fellsmúla. Ég er bara í venjulegri vinnu eins og aðrir. Ég hef aldrei þénað mikla peninga í þessu og ræði helst ekkert peningamálin," sagði Guðmundur og hló dátt, en það var afar létt yfir honum. „Ég þarf alltaf að reyna á mig í þessum mótum en ég er aðeins á undan strákunum enda spilað mikið úti," sagði Guðmundur, en hann viðurkenndi að hafa reynt að búa til sýningu úr leiknum. „Það var um að gera að bjóða upp á smá sýningu enda fjölskyldan mætt og svona. Ég er mjög stoltur af þessum árangri og þetta var skemmtilegasti titillinn í mörg ár. Ég naut mína meira á þessu móti."
Innlendar Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira