Ást og hörmungar 14. mars 2013 06:00 Anna Karenina fjallar um forboðna ást, útskúfun og hjartasorg. Leikkonan Keira Knightley fer með hlutverk Önnu Kareninu. Stórmyndin Anna Karenina verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Sagan er byggð á stórvirki rússneska skáldsins Leo Tolstoj og skartar Keiru Knightley í hlutverki hinnar ógæfusömu Önnu Kareninu. „Allar hamingjusamar fjölskyldur eru eins, en sérhver óhamingjusöm fjölskylda er óhamingjusöm á sinn einstaka hátt." Á þessum fleygu orðum hefst skáldsagan um Önnu Kareninu og gefur setningin tóninn fyrir það sem koma skal. Sagan segir frá hjónunum Önnu Kareninu og Alexei Karenin sem lifa í ríkidæmi en eru samt afskaplega óhamingjusöm. Dag einn ferðast Anna Karenina frá hinni „bjúrókratísku" Sankti Pétursborg til hinnar frjálslyndu Moskvu í þeim tilgangi að koma á sáttum milli bróður síns og eiginkonu hans. Á meðan hún dvelur í Moskvu kynnist hún hinum töfrandi Alexei Vronsky greifa og brátt eiga þau í eldheitu ástarsambandi. Samband þeirra er síðan gert opinbert og í kjölfarið er Anna Karenina útskúfuð úr samfélagi þeirra auðugu með hörmulegum afleiðingum. Leikstjóri myndarinnar er Joe Wright og handritið skrifaði Tom Stoppard. Wright hefur leikstýrt myndum á borð við Pride & Prejudice, Atonement og Hanna. Tvær fyrrnefndu kvikmyndirnar fengu frábæra dóma og þá sérstaklega Atonement, sem hlaut sjö tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, sjö tilnefningar til Óskarsverðlaunanna og fjórtán tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna. Knightley og Wright, sem unnu fyrst saman við gerð Pride & Prejudice, leiða hér aftur hesta sína saman en með önnur hlutverk fara Jude Law, Aaron Taylor-Johnson, Alicia Vikander, Emily Watson, Kelly MacDonald og Bill Skarsgård, sem er yngri bróðir Alexanders Skarsgård. Íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer einnig með lítið hlutverk í myndinni. Anna Karenina hefur hlotið misjafna dóma, enda erfitt að taka svo viðamikið bókmenntaverk og ætla að stytta það niður í tveggja tíma kvikmynd. Myndin hlýtur 6,7 í einkunn á kvikmyndasíðunni Imdb.com og 64 prósent á vefsíðunni Rottentomatoes.com. Gagnrýnendur ýmist hylla myndina og leikstjórnarhæfileika Wright eða segja myndina misheppnaða og yfirborðskennda og eiga fátt skylt við hið bókmenntalega stórvirki Tolstojs. Golden Globes Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Stórmyndin Anna Karenina verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Sagan er byggð á stórvirki rússneska skáldsins Leo Tolstoj og skartar Keiru Knightley í hlutverki hinnar ógæfusömu Önnu Kareninu. „Allar hamingjusamar fjölskyldur eru eins, en sérhver óhamingjusöm fjölskylda er óhamingjusöm á sinn einstaka hátt." Á þessum fleygu orðum hefst skáldsagan um Önnu Kareninu og gefur setningin tóninn fyrir það sem koma skal. Sagan segir frá hjónunum Önnu Kareninu og Alexei Karenin sem lifa í ríkidæmi en eru samt afskaplega óhamingjusöm. Dag einn ferðast Anna Karenina frá hinni „bjúrókratísku" Sankti Pétursborg til hinnar frjálslyndu Moskvu í þeim tilgangi að koma á sáttum milli bróður síns og eiginkonu hans. Á meðan hún dvelur í Moskvu kynnist hún hinum töfrandi Alexei Vronsky greifa og brátt eiga þau í eldheitu ástarsambandi. Samband þeirra er síðan gert opinbert og í kjölfarið er Anna Karenina útskúfuð úr samfélagi þeirra auðugu með hörmulegum afleiðingum. Leikstjóri myndarinnar er Joe Wright og handritið skrifaði Tom Stoppard. Wright hefur leikstýrt myndum á borð við Pride & Prejudice, Atonement og Hanna. Tvær fyrrnefndu kvikmyndirnar fengu frábæra dóma og þá sérstaklega Atonement, sem hlaut sjö tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, sjö tilnefningar til Óskarsverðlaunanna og fjórtán tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna. Knightley og Wright, sem unnu fyrst saman við gerð Pride & Prejudice, leiða hér aftur hesta sína saman en með önnur hlutverk fara Jude Law, Aaron Taylor-Johnson, Alicia Vikander, Emily Watson, Kelly MacDonald og Bill Skarsgård, sem er yngri bróðir Alexanders Skarsgård. Íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer einnig með lítið hlutverk í myndinni. Anna Karenina hefur hlotið misjafna dóma, enda erfitt að taka svo viðamikið bókmenntaverk og ætla að stytta það niður í tveggja tíma kvikmynd. Myndin hlýtur 6,7 í einkunn á kvikmyndasíðunni Imdb.com og 64 prósent á vefsíðunni Rottentomatoes.com. Gagnrýnendur ýmist hylla myndina og leikstjórnarhæfileika Wright eða segja myndina misheppnaða og yfirborðskennda og eiga fátt skylt við hið bókmenntalega stórvirki Tolstojs.
Golden Globes Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira