Einbeita sér að hipphoppi og raftónlist 18. mars 2013 06:00 Tvær nýjar stöðvar Sindri Ástmarsson og Karim Djermoun hjá Flass stækka við sig . Fréttablaðið/stefán "Við erum vanir að vera litli aðilinn á stórum markaði og vöðum því út í þetta óhræddir," segir Sindri Ástmarsson, dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar Flass. Á næstunni fara tvær nýjar stöðvar í loftið á þeirra vegum. Um er að ræða stöðvarnar FlassBack, sem einbeitir sér að tónlist frá árunum 1990 og 2005, og Flass-Xtra, en þar verða hipphopp og raftónlist í aðalhlutverki. Sindri vill meina að tónlistarstefnurnar hafi hingað til verið sveltar í íslensku útvarpi. "Við viljum einbeita okkur að tónlist sem hefur ekki fengið mikið pláss hjá útvarpsstöðvum á Íslandi. Þetta þekkist úti í heimi þar sem fyrirmyndir okkar eru breska útvarpsstöðin BBC Radio 1Xtra og norska stöðin MP3, sem er rekin af norska ríkissjónvarpinu," segir Sindri og bætir við að hin nýja tónlistarstefna trap, blanda af hipphoppi og raftónlist, verði einnig áberandi á stöðinni. "Við ætlum líka að gefa ungum íslenskum tónlistarmönnum pláss á stöðvunum og láta íslenska tónlist vera í aðalhlutverki." Sindri segir nýju stöðvarnar hafa verið í bígerð í nokkurn tíma og að búið sé að undirbúa þær vel. "Við fengum leyfið samþykkt í vikunni sem er frábært. Ég er með gott starfsfólk með mér í þessu og það verður spennandi að reka þrjár útvarpsstöðvar." Nánari upplýsingar um stöðvarnar er hægt að nálgast á vefsíðunni Flass.is. Tónlist Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
"Við erum vanir að vera litli aðilinn á stórum markaði og vöðum því út í þetta óhræddir," segir Sindri Ástmarsson, dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar Flass. Á næstunni fara tvær nýjar stöðvar í loftið á þeirra vegum. Um er að ræða stöðvarnar FlassBack, sem einbeitir sér að tónlist frá árunum 1990 og 2005, og Flass-Xtra, en þar verða hipphopp og raftónlist í aðalhlutverki. Sindri vill meina að tónlistarstefnurnar hafi hingað til verið sveltar í íslensku útvarpi. "Við viljum einbeita okkur að tónlist sem hefur ekki fengið mikið pláss hjá útvarpsstöðvum á Íslandi. Þetta þekkist úti í heimi þar sem fyrirmyndir okkar eru breska útvarpsstöðin BBC Radio 1Xtra og norska stöðin MP3, sem er rekin af norska ríkissjónvarpinu," segir Sindri og bætir við að hin nýja tónlistarstefna trap, blanda af hipphoppi og raftónlist, verði einnig áberandi á stöðinni. "Við ætlum líka að gefa ungum íslenskum tónlistarmönnum pláss á stöðvunum og láta íslenska tónlist vera í aðalhlutverki." Sindri segir nýju stöðvarnar hafa verið í bígerð í nokkurn tíma og að búið sé að undirbúa þær vel. "Við fengum leyfið samþykkt í vikunni sem er frábært. Ég er með gott starfsfólk með mér í þessu og það verður spennandi að reka þrjár útvarpsstöðvar." Nánari upplýsingar um stöðvarnar er hægt að nálgast á vefsíðunni Flass.is.
Tónlist Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira