Eldar í mötuneyti og matartrukki Freyr Bjarnason skrifar 28. mars 2013 06:00 Meistarakokkurinn er í góðum gír eftir sigurinn í Masterchef. Fréttablaðið/GVA „Ég fíla svona gestakokkagigg. Þetta er mjög skemmtilegt og eitthvað sem ég tengi mikið við,“ segir Gunnar Helgi Guðjónsson. Hann hefur haft í nógu að snúast síðan hann bar sigur úr býtum í sjónvarpsþáttunum Masterchef sem voru sýndir á Stöð 2. Hann setti saman svokallaðan Masterchef-matseðil á veitingastaðnum Nauthóli, sem var hluti af sigurlaunum hans í þáttunum, og einnig var hann gestakokkur í mötuneyti 365 í nokkra daga. „Fólk hefur alveg komið inn í eldhús og þakkað mér fyrir,“ segir hann um viðbrögðin sem hann fékk í mötuneytinu. „Ég fékk að ráða eiginlega öllu sjálfur og það var til dæmis gaman að prófa að vera með kalda súpu,“ segir hann og á við gazpacho „andaluz“ sem hann bauð upp á. Í lok maí fer Gunnar Helgi austur á firði og verður gestakokkur hjá vini sínum sem verður með matartrukk á sjómannadaginn í Neskaupstað. Einnig er líklegt að hann verði í hálfgerðu læri á Nauthóli næstu misserin. Samhliða því langar hann til að skrifa eitthvað um mat, auk þess sem hann er að gera matreiðslubók, sem var einnig hluti af verðlaununum fyrir sigurinn í Masterchef. „Þetta er eiginlega of gott til að vera satt,“ segir kokkurinn kraftmikli um lífið og tilveruna þessa dagana. Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
„Ég fíla svona gestakokkagigg. Þetta er mjög skemmtilegt og eitthvað sem ég tengi mikið við,“ segir Gunnar Helgi Guðjónsson. Hann hefur haft í nógu að snúast síðan hann bar sigur úr býtum í sjónvarpsþáttunum Masterchef sem voru sýndir á Stöð 2. Hann setti saman svokallaðan Masterchef-matseðil á veitingastaðnum Nauthóli, sem var hluti af sigurlaunum hans í þáttunum, og einnig var hann gestakokkur í mötuneyti 365 í nokkra daga. „Fólk hefur alveg komið inn í eldhús og þakkað mér fyrir,“ segir hann um viðbrögðin sem hann fékk í mötuneytinu. „Ég fékk að ráða eiginlega öllu sjálfur og það var til dæmis gaman að prófa að vera með kalda súpu,“ segir hann og á við gazpacho „andaluz“ sem hann bauð upp á. Í lok maí fer Gunnar Helgi austur á firði og verður gestakokkur hjá vini sínum sem verður með matartrukk á sjómannadaginn í Neskaupstað. Einnig er líklegt að hann verði í hálfgerðu læri á Nauthóli næstu misserin. Samhliða því langar hann til að skrifa eitthvað um mat, auk þess sem hann er að gera matreiðslubók, sem var einnig hluti af verðlaununum fyrir sigurinn í Masterchef. „Þetta er eiginlega of gott til að vera satt,“ segir kokkurinn kraftmikli um lífið og tilveruna þessa dagana.
Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira