Selja miða án staðfestra sveita Freyr Bjarnason skrifar 4. apríl 2013 16:30 Tómas hefur skipulagt hátíðina undanfarin tvö ár. fréttablaðið/vilhelm Breska tónlistarhátíðin All Tomorrow"s Parties verður haldin á Íslandi helgina 28. til 29. júní á gömlu herstöðinni Ásbrú. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að samningar væru við það að nást um að halda hátíðina. Ekki verður tilkynnt um hvaða hljómsveitir spila á Íslandi fyrr en 16. apríl en miðasala er engu að síður hafin á atpfestival.com. Tilboðsverð til 16. apríl er 15 þúsund krónur án gistingar. „Við lofum að þetta mun ekki svíkja neinn. Fyrir þá sem eru algjörlega pottþéttir að þeir ætla að fara þá er gott að geta tryggt sér miða strax. Það getur líka vel verið að allir Bretarnir sem elta hátíðina hvert sem er verði fljótir að ákveða að fara til Íslands," segir skipuleggjandinn Tómas Young. Um fjögur þúsund miðar verða í boði. Sex til átta erlendar sveitir spila á hátíðinni en alls stíga um tuttugu á svið. Ein erlendu sveitanna er mjög fræg. „Hún gnæfir yfir allt og alla. En þessar sem eru minni eru ekki heldur af verri endanum." Tómas hefur undirbúið hátíðina í tvö ár, eða eftir að hafa sótt hugmyndasmiðju í Ásbrú. Þar var leitað að hugmyndum um hvað væri hægt að gera á gömlu herstöðinni og datt honum í hug að halda hátíð í anda All Tomorrow"s Parties. ATP var fyrst haldin árið 2000 í Bretlandi og hafa viðburðir á vegum hennar með alls kyns tónlistarstefnum verið haldnir víða um heim. Stofnandinn Barry Hogan lofar flottri hátíð: „ATP hefur sterka tengingu við Ísland og hljómsveitirnar sem munu koma fram tryggja það að þetta verður ógleymanlegur viðburður." ATP í Keflavík Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Breska tónlistarhátíðin All Tomorrow"s Parties verður haldin á Íslandi helgina 28. til 29. júní á gömlu herstöðinni Ásbrú. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að samningar væru við það að nást um að halda hátíðina. Ekki verður tilkynnt um hvaða hljómsveitir spila á Íslandi fyrr en 16. apríl en miðasala er engu að síður hafin á atpfestival.com. Tilboðsverð til 16. apríl er 15 þúsund krónur án gistingar. „Við lofum að þetta mun ekki svíkja neinn. Fyrir þá sem eru algjörlega pottþéttir að þeir ætla að fara þá er gott að geta tryggt sér miða strax. Það getur líka vel verið að allir Bretarnir sem elta hátíðina hvert sem er verði fljótir að ákveða að fara til Íslands," segir skipuleggjandinn Tómas Young. Um fjögur þúsund miðar verða í boði. Sex til átta erlendar sveitir spila á hátíðinni en alls stíga um tuttugu á svið. Ein erlendu sveitanna er mjög fræg. „Hún gnæfir yfir allt og alla. En þessar sem eru minni eru ekki heldur af verri endanum." Tómas hefur undirbúið hátíðina í tvö ár, eða eftir að hafa sótt hugmyndasmiðju í Ásbrú. Þar var leitað að hugmyndum um hvað væri hægt að gera á gömlu herstöðinni og datt honum í hug að halda hátíð í anda All Tomorrow"s Parties. ATP var fyrst haldin árið 2000 í Bretlandi og hafa viðburðir á vegum hennar með alls kyns tónlistarstefnum verið haldnir víða um heim. Stofnandinn Barry Hogan lofar flottri hátíð: „ATP hefur sterka tengingu við Ísland og hljómsveitirnar sem munu koma fram tryggja það að þetta verður ógleymanlegur viðburður."
ATP í Keflavík Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira