Framboðin fjórtán þurfa yfir 20.000 meðmælendur 9. apríl 2013 12:00 Alls þurfa um 23 þúsund kjósendur, tæpur tíundi hver einstaklingur á kjörskrá, að skrá sig sem meðmælanda framboðslista til þess að öll framboð til komandi þingkosninga nái markmiðum sínum. Ellefu þeirra stefna að framboði í öllum sex kjördæmum, tvö í báðum Reykjavíkurkjördæmum og eitt framboð í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Frestur til að skila inn listum rennur út á hádegi á föstudag. Fullbúnir listar munu liggja fyrir eftir afgreiðslu landskjörstjórnar, í síðasta lagi á miðvikudaginn í næstu viku. Hver kjósandi má aðeins mæla með einu framboði, en sé sami meðmælandi hjá fleiri en einu framboði verður hann ekki talinn meðmælandi neins þeirra. Kjósandi getur ekki dregið stuðningsyfirlýsingu sína til baka eftir að framboð hefur verið afhent yfirkjörstjórn. Framboðin munu væntanlega safna nokkuð fleiri undirskriftum en þau í raun þurfa til að hafa borð fyrir báru varðandi ógilda meðmælendur. Hver framboðslisti skal skipaður tvöfalt fleiri frambjóðendum en sem nemur þingmönnum kjördæmisins, þannig að fyrir framboð á landsvísu þarf 126 frambjóðendur. Nái framboðin öll markmiðum sínum verða alls 1.496 einstaklingar í framboði, sem nemur um hálfu prósenti kjörgengra Íslendinga. Þórhallur Vilhjálmsson, ritari landskjörstjórnar, segir í samtali við Fréttablaðið að allt stefni í mikið annríki, í ljósi fjölda framboða. „Þetta er mjög skammur tími og það eru allir á nálum yfir því að þetta sé gerlegt," segir hann. Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Alls þurfa um 23 þúsund kjósendur, tæpur tíundi hver einstaklingur á kjörskrá, að skrá sig sem meðmælanda framboðslista til þess að öll framboð til komandi þingkosninga nái markmiðum sínum. Ellefu þeirra stefna að framboði í öllum sex kjördæmum, tvö í báðum Reykjavíkurkjördæmum og eitt framboð í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Frestur til að skila inn listum rennur út á hádegi á föstudag. Fullbúnir listar munu liggja fyrir eftir afgreiðslu landskjörstjórnar, í síðasta lagi á miðvikudaginn í næstu viku. Hver kjósandi má aðeins mæla með einu framboði, en sé sami meðmælandi hjá fleiri en einu framboði verður hann ekki talinn meðmælandi neins þeirra. Kjósandi getur ekki dregið stuðningsyfirlýsingu sína til baka eftir að framboð hefur verið afhent yfirkjörstjórn. Framboðin munu væntanlega safna nokkuð fleiri undirskriftum en þau í raun þurfa til að hafa borð fyrir báru varðandi ógilda meðmælendur. Hver framboðslisti skal skipaður tvöfalt fleiri frambjóðendum en sem nemur þingmönnum kjördæmisins, þannig að fyrir framboð á landsvísu þarf 126 frambjóðendur. Nái framboðin öll markmiðum sínum verða alls 1.496 einstaklingar í framboði, sem nemur um hálfu prósenti kjörgengra Íslendinga. Þórhallur Vilhjálmsson, ritari landskjörstjórnar, segir í samtali við Fréttablaðið að allt stefni í mikið annríki, í ljósi fjölda framboða. „Þetta er mjög skammur tími og það eru allir á nálum yfir því að þetta sé gerlegt," segir hann.
Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira