Stofnuð hefur verið sjálfseignarstofnunin Wow sport, meðal annars til að efna til árlegrar alþjóðlegrar hjólreiðakeppni hringinn í kringum Ísland.
„Ráðstafa skal fjármunum sjálfeignarstofnunarinnar í undirbúning og kynningu á annarri WOW „cyclothon“-keppninni sem haldin verður 19.-22. júní 2013 og einnig í önnur verkefni sem stofnunin tekur þátt í að styrkja eða halda hverju sinni,“ segir í skipulagsskrá Wow sport.
Stofnendur Wow sport eru Skúli Mogensen og Magnús Ragnarsson. Wow air leggur til allt stofnfé eða 1.045.000 krónur.
